Myndir mánaðarins MM Október 2019 Bíóhluti | Page 24

Agnes Joy Maður er manns gaman Bíómyndin Agnes Joy er grátbrosleg mæðgnasaga eftir leik- stjórann Silju Hauksdóttur. Áleitin saga úr samtímanum og um leið þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. Hér segir frá Rannveigu sem hefur að undanförnu upplifað kulnun í bæði starfi og einkalífinu. Það er ekki nóg með að hún sé einmana, hjónabandið með eiginmanninum Einari sé á leið í hundana og að hún sé föst í starfi sem hún hatar, heldur á hún einnig í stöðugum útistöðum við dóttur sína Agnesi, sem er uppreisnargjörn og krefst þess að fara sínar eigin leiðir þrátt fyrir boð, bönn og sígildar móðurlegar ráðleggingar. Þegar nýr nágranni, leikarinn Hreinn, birtist á tröppunum er eins og vonbrigði og gremja hversdagsins hverfi um stund hjá mæðgunum. Það leiðir til þess að fjölskyldan neyðist til að endur- meta hlutina og horfast í augu við glænýjar áskoranir. Agnes Joy Gamandrama Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikur Rannveigu sem segja má að hafi átt í hálfgerðri tilvistarkreppu að undanförnu. 95 mín Aðalhlutverk: Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Donna Cruz, Þorsteinn Bachmann, Björn Hlynur Haraldsson og Kristinn Óli Haraldsson Leikstjórn: Silja Hauksdóttir Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 18. október Punktar .................................................... Handrit Agnes Joy, sem er eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur, Göggu Jónsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur, er byggt á söguhugmynd eftir Mikael Torfason sem einnig er meðframleið- andi ásamt Guðbjörgu Sæmundsdóttur, en aðalframleiðendur eru þær Birgitta Björnsdóttir og Gagga Jónsdóttir fyrir Vintage Pictures. l Myndin verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Busan í Suður-Kóreu í byrjun október og hér á landi 18. október. Sjáið endilega stórgóða stiklu myndarinnar sem var frumsýnd á visir.is 12. september og lofar svo sannarlega góðu. l Donna Cruz leikur dóttur Rannveigar og Einars og um leið titilpersónu myndarinnar, hina uppreisnargjörnu Agnesi Joy. Veistu svarið? Agnes Joy er önnur mynd leikstjórans og handrits- höfundarins Silju Hauksdóttur í fullri lengd en sú fyrri var myndin Dís sem var frumsýnd árið 2004. Hvaða leikkona lék titilhlutverkið í þeirri mynd? Fjórir af aðalleikurum myndarinnar í hlutverkum sínum, þ.e. Donna Cruz, Björn Hlynur Haraldsson, Þorsteinn Bachmann og Katla Margrét Þorgeirsdóttir, en Kristinn Óli Haraldsson, best þekktur sem tónlistarmaðurinn Króli, leikur einnig stórt hlutverk í myndinni. Álfrún Örnólfsdóttir. 24 Myndir mánaðarins