Myndir mánaðarins MM Október 2019 Bíóhluti | Page 16

Joker Settu upp brosið Upprunasaga Arthurs Fleck og hvernig mótlætið sem hann mætti í lífinu breytti honum smám saman í stórglæpamanninn síhlæjandi, Joker, sem eins og flestir vita varð síðar að einum helsta andstæðingi Bruce Wayne/Batmans í Gothamborg. Það bíða sjálfsagt margir spenntir eftir að fá að sjá þessa nýjustu og rómuðu mynd leikstjórans Todds Phillips sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir gamanmyndir sínar eins og Road Trip, Old School, Starsky & Hutch, War Dogs og Hangover-myndirnar. Um er að ræða frumsamda sögu þar sem Todd og meðhandritshöfundi hans, Scott Silver (The Fighter, 8 Mile), voru gefnar frjálsar hendur í túlkun sinni á Arthur Fleck og þeim atburðum sem gerðu hann að lokum að Jókernum. Myndin, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og hefur m.a. verið kölluð „meistaraverk“ og „mynd ársins“ af gagnrýnendum, er tvímælalaust ein af þeim sem allir sannir kvikmyndaunnendur ættu hiklaust að sjá á stóru tjaldi í bíó. Joker Glæpadrama / Tryllir Joaquin Phoenix þykir stórkostlegur í hlutverki Arthurs Fleck sem breytist smátt og smátt í hinn miskunnarlausa glæpamann Joker. 122 mín Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Zazie Beetz, Robert De Niro, Frances Conroy, Brett Cullen, Douglas Hodge, Dante Pereira-Olson, Marc Maron og Shea Whigham Leikstjórn: Todd Phillips Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Laugarásbíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó Frumsýnd 4. október Punktar .................................................... HHHHH - Guardian HHHHH - Film Threat HHHHH - Empire HHHHH - CineVue HHHHH - Time Out HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - Playlist HHHH - Telegraph HHHH - H. Reporter Joker var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem hún hlaut Gullna ljónið sem besta mynd hátíðarinnar. Hún hefur enn fremur hlotið frábæra dóma margra gagnrýnenda og er þegar þetta er skrifað með 9,5 í einkunn á Imdb frá 14 þúsund notendum. l Hermt er að myndin sé í raun fyrsta myndin í nýjum myndaflokki frá DC-Comics þar sem ætlunin er að gera uppruna hinna ýmsu karaktera sem komið hafa fram í myndasögublöðunum skil. l Veistu svarið? Þeir eru orðnir ansi margir sem spá Joaquin Phoenix tilnefningu til allra helstu leiklistarverðlauna ársins fyrir hlutverk sitt í Joker, þ. á m. til Óskarsverðlauna. En fyrir leik í hvaða þremur myndum hefur hann áður verið tilnefndur til Óskarsverðlauna? Gladiator, Walk the Line og The Master. 16 Myndir mánaðarins Robert De Niro fer með veigamikið hlutverk í myndinni.