Myndir mánaðarins MM Október 2019 Bíóhluti | Page 15

Bíófréttir – Væntanlegt Willem Dafoe og Robert Pattinson leika vitaverðina Thomas Wake og Ephraim Winslow í mynd Roberts Eggers, The Lighthouse. Þau Slim og Queen eru leikin af þeim Daniel Kaluuya og Jodie Turner-Smith og er bæði þeim og myndinni spáð mörgum verðlaunum á komandi kvikmyndahátíðum. Einangrun hefur áhrif Taktu afleiðingunum The Lighthouse, sem verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi í nóvember, er sennilega ein sérstakasta bíóupplifun ársins en hún hlaut m.a. svokölluð FIPRESCI-verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor sem eru veitt af alþjóðasamtökum kvik- myndagagnrýnenda. Myndin, sem er eftir leikstjórann Robert Eggers (The Witch), hefur einnig hlotið fjögurra- og fimm- stjörnu dóma margra gagnrýnenda og er með 8,9 í meðaleinkunn á Metacritic- síðunni þegar þetta er skrifað. Sagan er um tvo vitaverði á eyðieyju undan ströndum Nýja- Englands árið 1890, Thomas Wake og Ephraim Winslow. Þeir eru ekki miklir mátar en verða samt að þola nærveru hvor annars nánast allan sólarhringinn enda búa þeir þröngt í vitanum sem þeir eru að gæta. Sögur af dularfullum atburðum sem hent hafa fyrri vitaverði hafa hrætt þá báða þannig að öll hljóð eða hreyf- ingar verða að ógn í þeirra huga. Smám saman byrja þeir svo að tapa raunveruleikaskyninu í einangruninni sem starfinu fylgir og að því kemur að allt fer í háaloft með alvarlegum afleiðingum. Það þarf vart að taka fram að þeir eru margir sem telja að bæði Willem og Robert eigi skilið tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni og hver veit nema svo fari. Við ljúkum þessari yfirferð okkar að þessu sinni yfir væntanlegar myndir á því að benda kvikmyndaáhugafólki á stiklu myndarinnar Queen & Slim sem margir hafa að undanförnu spáð bæði góðu gengi í kvikmyndahúsum þegar hún verður frumsýnd og mörgum verðlaunum á komandi verðlaunahátíðum. Myndin er fyrsta bíómynd Melinu Matsoukas sem er þó enginn nýgræðingur á bak við vélarnar því hún hefur gert fjölda tónlistarmyndbanda á undanförnum fimmtán árum fyrir tónlistarfólk eins og Beyoncé, Jay-Z, Christinu Aguilera, Rihönnu, Jennifer Lopez, Ciöru, Aliciu Keys, Leonu Lewis, Robin Thicke, Lily Allen, Katy Perry, Lady Gaga, Kylie Minogue, Snoop Dogg o.m.fl. og uppskorið fjölda verðlauna fyrir þau, þ. á m. tvenn Grammy-verðlaun, 2013 og 2017. Í Queen & Slim segir hún okkur sögu af samnefndu fólki sem leikið er af þeim Jodie Turner-Smith og Daniel Kaluuya. Þau eru svo gott sem nýbyrjuð í ástarsambandi þegar þau eru kvöld eitt stöðvuð af lögreglumanni fyrir að hafa ekki notað stefnuljós í einhverri beygjunni. Þetta hefði átt að vera sárasaklaust dæmi án nokkurra afleiðinga enda hvorugt undir áhrifum né ólögleg á nokkurn hátt en áður en nokkur veit af fer allt í háaloft á milli þeirra og lögreglumannsins sem endar með því að hann liggur örendur eftir. Þar með verða góð ráð dýr. Myndin þykir afar vel leikin, verulega vel gerð í alla staði og gríðarlega áhrifarík. Sjáið stikluna. Leikstjóri The Lighthouse, Robert Eggers, ásamt aðalleikurunum Willem Dafoe og Robert Pattinson, en myndin hefur verið sýnd á fjölmörgum kvikmyndahátíðum á árinu við góðar viðtökur. Enska leikaranum Daniel Kaluuya skaut skyndilega upp á stjörnuhimininn þegar hann fór með aðalhlutverkið í stórsmellinum Get Out og hlaut fyrir leik sinn þar til- nefningu til Óskarsverðlauna. Í Queen & Slim þykir hann sanna að sá heiður var engin tilviljun. Myndir mánaðarins 15