Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 Bíóhluti | Page 20

Doctor Sleep Sögunni var ekki lokið Doctor Sleep er óbeint og sjálfstætt framhald af The Shining en gerist áratugum seinna þegar hinn skyggni Danny Torr- ance, sem var bara smágutti þegar atburðirnir í The Shining gerðust, er orðinn fullorðinn og er enn að glíma við að ná tök- um á skyggnigáfu sinni og afleiðingarnar af því þegar faðir hans brjálaðist og reyndi að myrða bæði hann og móður hans. Það er Ewan McGregor sem fer hér með hlut- verk Dannys Torrance í leikstjórn Mikes Flana- gan sem sendi síðast frá sér myndina Gerald’s Game, en hún var einnig byggð á sögu eftir Stephen King og var tvímælalaust á meðal bestu spennutrylla ársins 2017. Þess utan á Mike m.a. að baki hina stórfínu trylla Oculus, Before I Wake og Hush og má ætla að honum bregðist ekki bogalistin í þessari mynd frekar en þeim. Væntanlegum áhorfendum er því óhætt að búast við hörkumynd í alla staði. Við förum ekki nánar út í sögu myndarinnar, enda skemmtilegast að láta hana koma sér á óvart ef maður hefur ekki lesið bókina, en verðum að láta þess getið að rétt áður en þetta blað fór í prentun birtust fyrstu dómarnir um myndina og lofa þeir heldur betur góðu. Þannig segir t.d. gagnrýnandi Live Entertainment, Scott Manzel, að Doctor Sleep sé „besta Stephen King-myndin síðan Shawshank Redemption“ og taka allir aðrir í svipaðan streng. Það er því sannarlega til mikils að hlakka! Doctor Sleep Tryllir 151 mín Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Rebecca Ferguson, Kyliegh Curran, Carl Lumbly, Jacob Tremblay, Zahn McClarnon, Emily Alyn Lind, Bruce Greenwood, Cliff Curtis og Alex Essoe Leikstjórn: Mike Flanagan Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjald- borgarbíó og Króksbíó Ewan McGregor í hlutverki sínu sem Danny Torrance sem þarf nú eftir öll þessi ár að endurupplifa atburðina sem hann og móðir hans þurftu að ganga í gegnum þegar hann var lítill strákur, þ.e. fyrir um 40 árum. Frumsýnd 8. nóvember Punktar .................................................... Stephen King hefur sagt að hugmyndin að þessu framhaldi á The Shining hafi fyrst og fremst byggst á því að aðdáendur þeirrar sögu voru stöðugt að spyrja hann hvað hefði orðið um Danny Torrance. Þeirri spurningu hefði hann svo einfaldlega ákveðið að svara. l Veistu svarið? Bresk-sænska leikkonan Rebecca Ferguson leikur stórt hlutverk í Doctor Sleep en hún fagnar um þessar mundir 20 ára leiklistarafmæli sínu og hefur á þeim tíma leikið í mörgum þekktum og vinsælum myndum. En í hvaða bíómynd lék hún síðast? Men in Black: International. 20 Myndir mánaðarins Kyliegh Curran leikur stúlkuna sem Danny ákveður að aðstoða.