Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 Bíóhluti | Page 10

Bíófréttir – Væntanlegt Það verður örugglega hart barist í þessari níundu og síðustu mynd Star Wars-seríunnar sem frumsýnd verður 20. desember. Síðasti kafli sögunnar Star Wars-ævintýrið heldur bæði áfram og endar í desember en níunda mynd þessarar vinsælu seríu sem hóf göngu sína árið 1977 er jafnframt sú síðasta og verður hún frumsýnd 19. desember. Eins og áður hefur söguþræði þessa síðasta kafla sögunnar verið haldið leyndum til að skemma ekkert fyrir væntanlegum áhorfendum sem vilja láta koma sér á óvart, fyrir utan auð- vitað það litla sem opinberað hefur verið í stiklum myndarinnar, en sú nýjasta þeirra og sennilega sú síðasta var frumsýnd í október. Við látum þeim sem áhuga hafa um að skoða hana og draga sínar eigin ályktanir en það sem er auðvitað forvitnilegast og allir Star Wars-aðdáendur vilja vita er hvernig leikstjórinn J.J. Abrams, sem jafnframt samdi handritið ásamt Chris Terrio, hefur ákveðið að ljúka sögunni og hnýta lausa enda. En hvernig sem það fer, og hvernig sem Star Wars-sögunni lýkur, þá þurfa aðdáendur varla að kvíða framtíðinni því gefið hefur verið út að vinna að nýrri seríu sé langt komin en að hún gerist á allt öðrum stað og jafnvel í annarri vídd en Star Wars-sagan. Við seljum það ekki dýrar en við keyptum það en orðrómur hefur verið um að nýja serían, sem þeir David Benioff og D.B. Weiss, höfundar Game of Thrones hafa verið að vinna að, gerist 4.000 árum áður en Star Wars-serían hófst og að fyrsta myndin verði tilbúin fyrir jólin 2022. Við sjáum hvað setur og munum að sjálfsögðu fylgjast með! Nýja The Grudge-myndin kemur í kvikmyndahús í janúar en hér er um að ræða alveg nýja útgáfu af sögunni. Nýtt upphaf Hrollvekjuunnendur muna vafalaust eftir Grudge-myndunum sem gerðar voru árin 2004, 2006 og 2009 og byggðu á japanskri fyrirmynd leikstjórans Takashi Shimizu frá árinu 2002. Eftir þriðju myndina 2009 stóð til að gera þá fjórðu en við það var hætt á sínum tíma og ákveðið að byrja frekar upp á nýtt á seríunni. Sú hugmynd fór þó einnig fyrir borð og í staðinn kom hugmynd að mynd þar sem söguhugmyndin yrði endur- unnin frá grunni þannig að ekki yrði að neinu leyti byggt á áður gerðum myndum að öðru leyti. Og nú er þessi nýja The Grudge-mynd svo gott sem tilbúin og verður frumsýnd í janúar. Skoðið stikluna, ef þið þorið! Þeir félagar Casper Christensen og Frank Hvam hafa ekki sagt sitt síðasta í sögunni um nafna þeirra, Casper og Frank. Endirinn var eftir Þau Finn, Rey og Poe Dameron snúa að sjálfsögðu öll aftur í The Rise of Skywalker og eru sem fyrr leikin af þeim John Boyega, Daisy Ridley og Oscari Isaac. Á bak við þau sjást þeir Chewbacca og C-3PO sem þeir Joonas Suotamo og Anthony Daniels leika. 10 Myndir mánaðarins Aðdáendur dönsku sjónvarpsþáttanna og bíómyndanna tveggja um þá Casper og Frank og vandræðin sem þeir voru stöðugt að koma sér í gleðjast væntanlega mikið núna þegar hyllir undir að þriðja bíómyndin verði frum- sýnd, en hún nefnist The Final. Ekkert hefur verið gefið upp um söguþráðinn en eins og þeir muna sem sáu bíómynd númer tvö höfðu þeir Frank og Casper svo gersamlega klúðrað málunum í lok hennar að ekki var í fljótu bragði hægt að sjá hvað þeir gætu gert til að koma sér aftur á réttan kjöl. Kannski fjallar nýja myndin um betrun þeirra en eitthvað segir okkur samt að þeir eigi eftir að klúðra öllu enn frekar. Myndin verður frumsýnd í Danmörku í lok janúar en ekki er komið á hreint hvenær hún kemur í bíó hér á landi.