Myndir mánaðarins MM Maí 2019 Bíóhluti | Page 30

Rocketman Ævintýri um ævintýri Elton John þarf engrar kynningar við enda hefur hann trónað á toppnum í popptónlistinni allar götur frá því hann sló fyrst í gegn árið 1970 með lagi sínu Your Song. En tónlistarsaga hans nær mun lengra aftur í tímann en það og í þessari mynd leikstjórans Dexters Fletcher er farið yfir feril hans frá byrjun. Sir Elton Hercules John, eða Reginald Kenneth Dwight eins og hann hét áður en hann breytti nafni sínu á sjöunda áratug síðustu aldar (og bætti síðan við millinafninu Hercules), fæddist í Pinner Í Middlesex 25. mars 1947 og er því nýorðinn 72 ára. Í myndinni er lögð áhersla á að segja frá æsku hans og uppvexti, fyrstu skrefum hans í tónlistinni og þeim umbreytingum sem urðu á lagasmíðum hans þegar hann og ljóðskáldið og textahöfundurinn Bernie Taupin voru fyrir tilviljun leiddir saman árið 1967. Við fylgjum síðan sögu hans og fólksins í kringum hann allt til heimsfrægðar og fáum að sjálfsögðu að heyra mörg af hans þekktustu lögum sem gerðu hann að þeirri súperstjörnu sem hann hefur verið upp frá því. Rocketman Sannsögulegt Taron Egerton leikur Elton John og syngur sjálfur öll lögin í myndinni. Aldurstakmark og lengd ekki fyrirliggjandi fyrir prentun Aðalhlutverk: Taron Egerton, Jamie Bell, Bryce Dallas Howard, Tate Donovan, Stephen Graham, Richard Madden, Jason Pennycooke, Gemma Jones og Kit Connor Leikstjórn: Dexter Fletcher Bíó: Sam- bíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík auk þess Háskólabíó, Selfossbíó, Eyjabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó Frumsýnd 29. maí Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar, Dexter Fletcher, á m.a. að baki verðlauna- myndirnar Wild Bill, Sunshine on Leith og Eddie the Eagle, en það var einmitt Taron Egerton sem fór með titilhlutverkið í þeirri síðast- nefndu. Eins og margir jafnframt vita þurfti Dexter að gera óvænt hlé á undirbúningi þessarar myndar þegar hann var beðinn að taka við leikstjórnartaumum myndarinnar Bohemian Rhapsody eftir að Bryan Singer var sagt upp sem leikstjóra hennar. l Handritið er skrifað af Lee Hall (Billy Elliott) í góðu samstarfi við Elton John sjálfan sem lagði samt áherslu á að aðstandendur mynd- arinnar færu sínar eigin leiðir í túlkun sinni á lífshlaupi hans. l Veistu svarið? Elton John hefur slegið mörg met á tónlistarsviðinu, hlotið öll þau verðlaun sem hægt er að fá og trónir á toppnum sem sá tónlistarmaður sem selt hefur flestar plötur á ferlinum. Hann á einnig söluhæstu smáskífu allra tíma í Bretlandi. Hvaða lag er það? Candle in the Wind, 1997-útgáfan sem var tileinkuð Díönu prinsessu. 30 Myndir mánaðarins Jamie Bell leikur textahöfundinn Bernie Taupin en samstarf þeirra Eltons hófst árið 1967 þegar Elton var tvítugur og Bernie 17 ára.