Myndir mánaðarins MM Maí 2019 Bíóhluti | Page 17

The Hustle Svindl á svindl ofan Tvær konur, önnur í lágklasssa og hin í háklassa, sem hafa sérhæft sig í svikum og prettum taka höndum saman um að svindla hressilega á forríkum mönnum og fá þá til að gefa sér hluta af auðæfum sínum. Allt gengur upp eins og í sögu þar til tæknifrömuðurinn og milljarðamæringurinn Thomas stígur inn í myndina og veldur því að ýmislegt byrjar að fara úrskeiðis. Það bíða vafalaust margir eftir að sjá þessa gamanmynd leikstjór- ans Chris Addison en stiklan úr henni hefur slegið í gegn á netinu enda bráðskemmtileg ein og sér og sýnir vel hversu langt aðal- persónurnar tvær sem þær Rebel Wilson og Anne Hathaway leika eru tilbúnar að ganga til að fá sínu fram. En í veröld þar sem tilveran er byggð á svindli er auðvitað aldrei allt alveg eins og það sýnist. Myndinni, sem verður frumsýnd 10. maí, er spáð mikilli velgengni í kvikmyndahúsum og hver veit nema hún eigi eftir að standa uppi sem einn af vinsælustu grínsmellum ársins 2019. The Hustle Gamanmynd Þótt þær hafi báðar lífsviðurværi sitt af alls konar prettum og svindli er sá stóri munur á þeim Penny og Josephine að sú fyrrnefnda svindlar til að hafa í sig og á meðan sú síðarmefnda svindlar til að eiga meira en hún á. Rebel Wilson og Anne Hathaway í hlutverkum sínum. 94 mín Aðalhlutverk: Anne Hathaway, Rebel Wilson, Tim Blake Nelson, Alex Sharp, Ingrid Oliver, Emma Davies, Dean Norris og Casper Christensen Leikstjórn: Chris Addison Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Sambíóið Álfabakka og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 10. maí Punktar .................................................... The Hustle er byggð á handriti myndarinnar Dirty Rotten Scoundrels sem sló í gegn árið 1988 með Michael Caine, Steve Martin og Glenne Headly í aðalhlutverkum, en handrit hennar var aftur byggt á handriti myndarinnar Bedtime Story frá árinu 1964 þar sem þau Marlon Brando, David Niven og Shirley Jones léku aðalhlutverkin. l Danski leikarinn Casper Christensen leikur einn af þeim mönnum sem Lonnie og Lady snara í gildru sína en Casper er auðvitað þekkt- astur fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum og bíómyndunum Klovn. l Þær Penny og Josephine hittast fyrst í lestarferð þar sem Penny platar karlmenn upp úr skónum með alls konar lygasögum. Veistu svarið? Anne Hathaway fagnar 20 ára leikferilsafmæli sínu um þessar mundir sem hófst þegar hún fékk hlutverk í sjónvarpsþáttunum Get Real árið 1999. Tveimur árum síðar sló hún svo í gegn í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki. Í hvaða mynd? The Princess Diaries. Myndir mánaðarins 17