Myndir mánaðarins MM Júní 2019 DVD VOD Tleikir | Page 22

Mia and the White Lion – Holy Lands Sönn vinátta rofnar aldrei Einstök mynd um unga stúlku frá London sem flytur ásamt foreldrum sínum og bróður til Suður-Afríku þar sem hún tekur að sér villt, hvítt ljón. Þessi vel gerða og góða mynd er eftir Gilles de Maistre sem fékk hugmyndina að gerð hennar eftir að hafa kvikmyndað dýralíf í Afríku og komist að því að á sumum svæðum hefur fólki tekist að mynda einstakt samband við villtu dýrin í umhverfi sínu, þar á meðal þau sem að öllu jöfnu væru hættuleg ókunnugu fólki. Sagan í myndinni er í senn fyndin og spennandi og um leið er ígrunduðum boðskap um mikilvægi dýranna komið á framfæri. Þetta er ekta fjölskyldumynd og í sérflokki! Punktar .................................................................. HHH 1/2 - Los Angeles Times HHH 1/2 - Film Threat HHH 1/2 - IndieWire Myndin var tekin upp á tæplega þremur árum enda hefði gerð hennar ekki verið möguleg nema aðalleik- konan, Daniah De Villiers, myndaði í raun samband við ljónið allt frá því að það var hvolpur þar til það var orðið fullorðið. Samband ljónsins og Miu í myndinni er því 100% raunverulegt. Um leið sjáum við auðvitað Miu sjálfa og alla aðra leikara myndarinnar sem birtast í henni frá upphafi til enda eldast um þrjú ár. Þess má geta að eftir að tökum myndarinnar lauk árið 2017 hefur leikkonan sem leikur Miu, Daniah De Villiers, haldið áfram að rækta sambandið við ljónið sem heitir í raun Thor og geta áhugasamir kynnt Daniah De Villiers leikur Miu sem myndar órjúfanleg vináttubönd við hvíta ljónið. sér allt um vináttu þeirra á netinu. l VOD 98 mín Aðalhl.: Daniah De Villiers, Mélanie Laurent og Langley Kirk- wood Leikstjórn: Gilles de Maistre Útgefandi: Myndform 21. júní Fjölskyldumynd Skipt um gír Harry er fyrrverandi hjarta- og æðasjúkdómalæknir sem ákveður skyndi- lega og á gamals aldri að segja skilið við heimaslóðirnar og flytja til Ísraels þar sem hann hyggst gerast svínabóndi. En það eru mörg ljón í veginum! James Caan, sem er orðinn 79 ára, leikur lækninn aldna sem kemur fjölskyldu sinni, tveimur börnum og fyrrverandi eiginkonu, á óvart með fréttunum um búferla- flutninginn til Ísraels. Þau eru síður en svo ánægð með þessa ákvörðun, að stóru leyti hans vegna því þau telja að svona gamall maður muni eiga erfitt uppdráttar í búgrein sem hann kann lítil skil á í ókunnugu landi. En Harry er staðráðinn í að láta drauminn rætast og veit ekki að þótt honum finnist sín eigin fjölskylda erfið þá er hún barnaleikur miðað við það sem bíður hans þegar hann er kominn til Ísraels ... Punktar .................................................................. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Amanda Sthers, sendi síðast frá sér myndina Madame sem kom einmitt út á sjónvarpsleigunum í mars síðastliðnum. l VOD 100 mín Aðalhlutverk: James Caan, Efrat Dor, Jonathan Rhys Meyers og Tom Hollander Leikstjórn: Amanda Sthers Útg.: Myndform Gamandrama 22 Myndir mánaðarins 28. júní James Caan leikur hinn aldna hjarta- og æðasjúkdómalækni Harry sem ákveður að yfir- gefa heimaslóðirnar í New York og gerast svínabóndi í Ísrael. Efrat Dor leikur dóttur hans.