Myndir mánaðarins MM Júní 2019 DVD VOD Tleikir | Page 16

Britt-Marie var hér Byrjað upp á nýtt Britt-Marie er 63 ára kona sem þolir hvorki óhreinindi á heimili sínu né óreglu í hirslum og myndu margir segja að hún væri með tiltektar- og þrifnaðaræði. Þegar hún kemst að því að maðurinn hennar til 40 ára hefur verið henni ótrúr ákveður hún að fara frá honum og finna sér sína fyrstu vinnu á ævinni. Sagan um Britt-Marie er eftir sænska rithöfundinn Fredrik Backman sem sló í gegn þegar hann sendi frá sér sína fyrstu bók, Maður sem heitir Ove, árið 2012. Síðan þá hefur hann skrifað einar sjö bækur, en Britt-Marie var hér kom út árið 2014 og er hans fjórða bók. Það er ekki nóg með að Britt-Marie yfirgefi eiginmanninn heldur flytur hún til nýs bæjar sem heitir því virðulega nafni Borg en er samt hálfgert krummaskuð. Segja sumir að það eina sem sé gott við bæinn sé vegurinn sem liggur út úr honum. Britt-Marie tekur samt fyrsta starfinu sem henni býðst en það felst í að taka að sér tilfallandi verk í svokallaðri félagsmiðstöð bæjarins, þ. á m. þrif. Það fer þó svo að hún leiðist út í það ólíklega hlutverk að þjálfa nokkra unga fótboltastráka sem geta reyndar lítið í fótbolta en bæta það upp með ótakmörkuðum áhuga og elju sem Britt-Marie kann að meta ... Britt-Marie var hér Gamandrama VOD 94 Eftir að hafa helgað eiginmanni sínum og uppeldi barna þeirra líf sitt ákveður Britt-Marie að pakka saman og byrja upp á nýtt. Það er hin margverðlaunaða leikkona Pernilla August sem leikur Britt-Marie. mín Aðalhlutverk: Pernilla August, Vera Vitali, Peter Haber, Malin Levanon, Anders Mossling, Olle Sarri, Mahmut Suvakci og Lancelot Ncube Leikstjórn: Tuva Novotny Útgefandi: Myndform 14. júní Punktar .................................................... Britt-Marie var hér er önnur mynd Tuvu Novotny sem leikstjóra en sú fyrsta, Blindsone, fékk afar góða dóma og mörg verðlaun. Tuva er reyndar mun þekktari sem leikkona og lék t.a.m. stór hlutverk í myndunum Kongens nei, Borg McEnroe og Annihilation. l Eiginmaður Britt-Marie er leikinn af Peter Haber sem lék m.a. lögreglumanninn Martin Beck í samnefndum sjónvarpsþáttum. Veistu svarið? Pernilla August hóf leiklistarferil sinn árið 1979 og sló svo fyrst í gegn í mynd Ingmars Bergman, Fanny och Alexander, árið 1982. En hver varð fyrsta enskumælandi myndin sem hún lék í? (Vísbending: hún lék ömmu Lukes Skywalker.) Star Wars: Episode I - The Phantom Menace. 16 Myndir mánaðarins Leikstjóri myndarinnar, Tuva Novotny, og aðalleikkonan Pernilla August.