Myndir mánaðarins MM Júní 2019 DVD VOD Tleikir | Page 15

Everybody Knows Enginn er alveg saklaus Hin spænska Laura sem býr í Buenos Aires snýr aftur til heima- bæjar síns á Spáni ásamt dóttur sinni og syni til að vera við- stödd brúðkaup systur sinnar ásamt öðrum í fjölskyldunni. Fljótlega kemur í ljós að undir niðri krauma grafin leyndarmál og gamlar syndir og þegar dóttur Lauru er rænt upphefst æsi- leg atburðarás sem leiðir í ljós að enginn er í raun alveg saklaus. Everybody Knows (Todos lo saben) er nýjasta mynd íranska leikstjór- ans og handritshöfundarins Asghar Farhadi sem gerði m.a. mynd- irnar The Salesman (Forushande), The Past (Le passé), A Separation (Jodaeiye Nader az Simin), About Elly (Darbareye Elly), Beautiful City (Shah-re ziba) og Fireworks Wednesday (Chaharshanbe-soori), en allt eru þetta snilldarmyndir sem hafa hlotið ótal verðlaun enda er Asghar án nokkurs vafa einn mikilhæfasti kvikmyndagerðarmaður heims. Segja má að myndir hans eigi það sameiginlegt að líta í fyrstu út fyrir að vera einfaldar sögur en þegar betur er skoðað kemur í ljós að undir niðri eru margar fléttur sem smám saman mynda eina eftirminnilega heild. Everybody Knows er engin undantekning frá þessu og án þess að fara nánar út í magnaðan söguþráðinn hvetjum við allt kvikmyndaáhugafólk til að láta hana ekki fram hjá sér fara. Everybody Knows Glæpasaga / Ráðgáta VOD 133 mín Aðalhlutverk: Penélope Cruz, Javier Bardem, Ricardo Darín, Eduard Fernández, Bárbara Lennie, Inma Cuesta, Elvira Mínguez og Ramón Barea Leikstjórn: Asghar Farhadi Útgefandi: Myndform 14. júní Hjónin Penélope Cruz og Javier Bardem leika aðalhlutverkin í Everybody Knows og fara eins og alltaf áður á kostum. Punktar .................................................... HHHH 1/2 - Entertainm. Weekly HHHH 1/2 - The Seattle Times HHHH 1/2 - W. Post HHHH - IndieWire HHHH - The Wrap HHHH - Screen HHHH - Guardian HHHH - N.Y. Magazine Everybody Knows hefur eins og allar aðrar myndir Asghars Farhadi hlotið ótal verðlaun og var m.a. tilnefnd til átta Goya-verðlauna. l Gleðin í brúðkaupinu er ósvikin en áður en langt um líður breytist sagan í æsispennandi glæpasögu og ráðgátu sem grípur alla. Veistu svarið? Þetta er í fimmta sinn sem þau Penélope Cruz og Javier Bardem leika hvort á móti öðru í bíómynd en þær fyrri voru Jamón, jamón (1992), Vicky Cristina Barcelona (2008), The Counselor (2013) og ... hvaða mynd frá árinu 2017? Javier Bardem og leikstjórinn Asghar Farhadi ræða málin á milli atriða en myndin var nánast öll tekin upp í bænum Torrelaguna við Madrid. Loving Pablo. Myndir mánaðarins 15