Myndir mánaðarins MM Júní 2019 DVD VOD Tleikir | Page 14

Molang – Elías Molang og Piu Piu lenda í ævintýrum Molang er lítil kanínustelpa sem lendir ásamt besta vini sínum í mörgum litríkum og skemmtilegum ævintýrum í þessum þriggja og hálfrar mínútna þáttum sem eru fyrst og fremst ætlaðir allra yngsta aldurshóp áhorfenda. Molang eru kóreskir teiknimyndaþættir sem hafa um nokkurra ára skeið notið mikilla vinsælda á sjónvarps- stöðvum víða um heim, þar á meðal hér á landi á RÚV. Segja má að þættirnir einkennist af gleði, hamingju og innilega skemmtilegum húmor sem nær til yngsta aldurshópsins auk þess sem vinátta aðalpersónanna, Molang og hænuungans Piu Piu, er bæði sönn og tær. 65 VOD mín Teiknimyndir með íslensku tali um ævintýri Molang og Piu Piu Útgefandi: Myndform 7. júní Barnaefni Elías bjargar málunum! Norsku verðlaunateiknimyndirnar um björg- unarbátinn Elías og vini hans eru allt í senn litríkar, fyndnar, fræðandi og hæfilega spenn- andi fyrir yngri kynslóðir áhorfenda. Þættirnir um ráðagóða björgunarbátinn Elías og vini hans, Trolla, Kraneyju, Doppu, Kalla, Glað og alla hina, voru fastir póstar í barnatímum sjónvarpsins á árum áður og nutu mikilla vinsælda bæði smáfólksins og hinna fullorðnu, enda afar vandaðir í alla staði með góðum og gagnlegum boðskap sem á alltaf við. Í þessari útgáfu er að finna þætti 32–38 í seríu 3. VOD 80 mín Teiknimyndir um dráttarbátinn Elías og vini hans Íslensk talsetning Útgefandi: Myndform Barnaefni 14 Myndir mánaðarins 14. júní