Myndir mánaðarins MM Júní 2019 DVD VOD Tleikir | Page 13

Anna and the Apocalypse – Another Tango Gleðileg jól – eða þannig Jólin eru á næstu grösum og íbúar smábæjarins Little Haven eru staðráðnir í að njóta hátíðarinnar með sínum nánustu þrátt fyrir dularfulla plágu sem hefur nýlega skotið upp kollinum og breytt mörgum af íbúum bæjarins í blóðþyrsta uppvakninga sem ráfa nú út um allan bæ og láta engan í friði. Þessari skemmtilegu, hrollvekjuskotnu gamanmynd hefur verið lýst sem blöndu af Shaun of the Dead og La La Land enda inniheldur hún mörg hressileg tónlistaratriði inn á milli blóðugrar baráttu við uppvakninga sem eira engum sem þeir á annað borð klófesta. Anna Shepherd er ein þeirra sem er ákveðin í að láta uppvakning- ana ekki skemma jólin fyrir sér og sínum nánustu, en það er hægara sagt en gert ... Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - Los Angeles Times HHHH - The Wrap HHHH - IndieWire HHHH - IGN HHHH - Variety HHHH - Verge HHHH - IndieWire HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 - Rolling Stone HHH 1/2 - H. Reporter Myndin er að hluta til byggð á stutt- myndinni Zombie Musical eftir Ryan McHenry sem gerð var árið 2011. l Anna and the Apocalypse var tilnefnd til skosku BAFTA-verðlaunanna sem besta mynd ársins og Ella Hunt var til- nefnd fyrir besta leik í aðalhlutverki. Þess utan hefur myndin hlotið fjöl- mörg verðlaun og viðurkenningar á öðrum kvikmyndahátíðum. l 108 VOD mín Aðalhl.: Ella Hunt, Malcolm Cumming, Sarah Swire og Ben Wiggins Leikstjórn: John McPhail Útgefandi: Myndform 7. júní Gamanmynd Þetta er önnur mynd leikstjórans John McPhail en sú fyrsta, Where Do Ella Hunt leikur titilpersónu myndarinnar We Go From Here?, hlaut einnig frá- sem lendir í mikilli baráttu við uppvakninga. bæra dóma og fjölda verðlauna. l Geymt en ekki gleymt Cassie er fyrrverandi dansmeistari sem snýr aftur til heimabæjar síns þegar móðir hennar fær hjartaáfall. Eins og það hafi ekki verið nóg um að hugsa uppgötvar Cassie einnig að dansstúdíó fjölskyldunnar er nánast gjaldþrota og verður því gert upp og lokað á næstunni ef enginn leggur til peninga. Hér er á ferðinni lágstemmd og ljúf, rómantísk mynd þar sem tangódans kemur mikið við sögu. Þegar Cassie fer að leita að lausnum til að bjarga dansstúdíóinu frá gjaldþroti kemur það m.a. til greina að hún skrái sig í tangókeppni þar sem góð peningaverðlaun eru í boði. Vandamálið er að besti dansarinn í bænum fyrir utan hana sjálfa er fyrrverandi unnusti hennar í menntaskóla sem hún vill þó alls ekkert með hafa lengur. En stundum þarf maður að brjóta odd af oflæti sínu ... Þess má geta að leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Sean Michael Beyer, leikur sjálfur eitt hlutverkið í henni, hlutverk Williams. 82 VOD mín Aðalhlutv.: Lexi Giovagnoli, Brant Daugherty og Sarah Blades Leikstj.: Sean Michael Beyer Útg.: Myndform Dans/rómantík 7. júní Lexi Giovagnoli og Brant Daugherty leika dansarana og fyrrverandi kærustuparið Cassie og Dean sem þurfa að taka saman höndum til að bjarga danstúdíói frá glötun. Myndir mánaðarins 13