Myndir mánaðarins MM Júní 2019 Bíóhluti | Page 26

Annabelle Comes Home Hið illa verður ekki lokað af Eftir að hafa séð hvers megnug andsetna dúkkan Annabelle er ákveða Warren-hjónin Ed og Lorraine að fara með hana heim til sín, loka hana inni í glerskáp sem hefur verið blessaður af presti og koma honum fyrir í rammgerðri geymslu í kjallara húss síns. En Annabelle lætur engan loka sig af til frambúðar. Annabelle Comes Home er þriðja myndin úr sögu- og handritasmiðju James Wan og um leið sjöunda myndin í The Conjuring-seríunni sem hófst með samnefndri mynd árið 2013. Í þetta sinn er það Gary Dauberman sem sest í leikstjórastólinn í fyrsta sinn en hann er þó enginn nýgræðingur í kvikmyndagerð enda skrifaði hann handrit fyrri Annabelle-myndanna ásamt James svo og handrit It-myndar- innar og framhaldsins, It, Chapter Two, sem verður frumsýnd í haust. Þótt Warren-hjónin komi við sögu í myndinni er það dóttir þeirra Judy og vinir hennar sem þurfa að glíma við Annabelle í þetta sinn, því þegar Warren-hjónin bregða sér af bæ notar Annabelle tækifær- ið til að vekja upp illa anda sem búa í geymslunni auk síns eigin ... Annabelle Comes Home Tryllir Í byrjun myndarinnar ákveða Warren-hjónin að flytja dúkkuna Annabelle heim til sín og loka hana inni í glerbúri í rammgerðri geymslu þar sem ýmsir aðrir dularfullir munir eru líka geymdir. 107 mín Aðalhlutverk: Vera Farmiga, Patrick Wilson, Madison Iseman, Mckenna Grace, Katie Sarife, Stephen Blackehart, Steve Coulter, Paul Dean og Samara Lee Leikstjórn: Gary Dauberman Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Skjaldborgarbíó, Króksbíó og Bíóhöllin Akranesi Frumsýnd 26. júní Punktar .................................................... Sagan í Annabelle Comes Home er beint framhald af sögunni í myndinni Annabelle frá árinu 2014, en myndin Annabelle Creation sem var frumsýnd 2017 var forsaga þeirrar myndar. l Þótt McKenna Grace, sem leikur Judy, dóttur Warren-hjónanna, sé aðeins 12 ára (hún verður reyndar 13 ára 25. júní) á hún að baki sjö ára leikferil í bandarískum sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Á meðal hlutverka sem hún hefur leikið má nefna hlutverk Tonyu Harding í I, Tonya, og hlutverk Carol Danvers í myndinni Captain Marvel, en í báð- um tilfellum lék hún auðvitað þessar persónur á sínum yngri árum. l Í geymslunni þar sem Annabelle er geymd eru einnig geymdir ýmsir aðrir munir sem eiga sér dularfulla sögu rétt eins og hún. Veistu svarið? Þetta er í fjórða sinn sem bandaríska leikkonan Vera Farmiga leikur Lorraine Warren en það gerði hún fyrst í The Conjuring og síðan í fram- haldsmyndinni The Conjuring 2. En í hvaða mynd lék hún þessa persónu í þriðja sinn? Mckenna Grace leikur Judy, dóttur Warren-hjónanna Eds og Lorraine. The Nun. 26 Myndir mánaðarins