Myndir mánaðarins MM Júní 2019 Bíóhluti | Page 24

Diego Maradona Framinn kostar sitt Argentínska fótboltahetjan Diego Maradona er að margra mati besti og hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sögunnar enda var hann nánast tekinn í guðatölu þegar hann kom til Napoli árið 1984 og átti svo stóran þátt í að knattspyrnulið borgarinnar landaði sínum fyrsta deildarmeistaratitli tímabilið 1986–1987. Diego Maradona er nýjasta heimildarmynd breska Óskarsverð- launahafans Asifs Kapadia sem hlaut Óskarinn fyrir heimildarmynd- ina Amy árið 2016 og hefur þrisvar hampað BAFTA-verðlaununum fyrir bestu heimildarmyndir ársins, þ.e. fyrir myndirnar Amy, Senna og The Warrior. Fyrir gerð Diego Maradona fékk hann fullt samþykki Maradona og fullt listrænt frelsi til að segja sögu hans á sinn hátt og án nokkurra inngripa að hálfu Maradona. Þetta er því eins sönn saga og hún getur orðið ... og er um leið sögð í eitt skipti fyrir öll. Í fyrri hluta myndarinnar er fjallað um feril Maradona bæði fyrir og eftir að hann gekk til liðs við ítalska félagið Napoli sumarið 1984. Í seinni hlutanum er síðan farið yfir hin mörgu hneykslismál sem Maradona átti aðild að og skóku bæði íþrótta- og fjölmiðlaheiminn. Diego Maradona Heimildarmynd 130 mín Höfundur: Asif Kapadia Bíó: Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Punktar .................................................... HHHH 1/2 - IndieWire HHHH - Guardian HHHH - Screen Þegar þetta er skrifað er nýbúið að frumsýnda myndina á kvik- myndahátíðinni í Cannes þar sem hún keppir um útnefningu sem besta heimildarmyndin. Þeir gagnrýnendur sem þegar hafa birt dóma sína fara um hana fögrum orðum og segja að hún sé jafnvel enn betri en fyrri myndir Asifs Kapadia, Senna, Amy og The Warrior. Er þá mikið sagt því þær myndir hlutu bæði Óskars- og BAFTA- verðlaunin og má því telja líklegt að Diego Maradona eigi eftir að standa uppi sem ein besta heimildarmynd ársins 2019. l Frumsýnd 19. júní Fyrir utan almennt fréttaefni fékk Asif Kapadia aðgang að einka- safni Maradona, en það reyndist innihalda meira en 500 klukku- stundir af áður óbirtu efni sem Asif mátti nota í myndina að vild. l Veistu svarið? Eins og kemur fram hér í kynningunni gekk Diego Maradona til liðs við ítalska félagið Napoli sumarið 1984 og fékk fráfarandi félag hans metfé greitt fyrir hann, eða um 10,5 milljónir dollara. Hvaða félag var það? Barcelona. 24 Myndir mánaðarins