Myndir mánaðarins MM Júlí 2019 Bíóhluti | Page 18

Hundur hennar hátignar Nei, hættu nú alveg! Rex er einn af nokkrum konunglegu hundum Elísabetar Eng- landsdrottningar og nýtur ekki bara þeirra forréttinda að búa í Buckingham-höll heldur er hann uppáhaldshundur hennar hátignar. Dag einn kemur Donald Trump forseti Bandaríkjanna í heimsókn ásamt eiginkonu sinni og tíkinni Mitzi sem fær þegar augastað á Rex. Þar með setur hún í gang atburðarás sem á eftir að leiða Rex í miklar ógöngur – sem gætu þó orðið að gæfu hans. Hundur hennar hátignar er eftir belgíska tvíeykið, teiknarana og leikstjórana Ben Stassen og Vincent Kesteloot sem eiga að baki margar þekktar teiknimyndir, t.d. myndirnar um skjaldbökuna Samma, Robinson Crusoe og Son stórfótar sem allar voru sýndar í kvikmyndahúsum hér á landi og hafa notið mikilla vinsælda. Hér kynnumst við Rex allt frá því að hann er pínulítill hvolpur og hrífur alla í Buckinghamhöll með krúttlegu útliti og ærslum sem þó ganga stundum fulllangt að mati starfsfólks hallarinnar. En Rex bíður einnig þraut sem á eftir að reyna verulega á hans innri hund ... Hundur hennar hátignar Teiknimynd 85 mín Íslensk talsetning: Orri Huginn Ágústsson, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Bjarki Kristjánsson, Íris Hólm Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Aðalbjörn Tryggvason og Þórunn Jenny Qingsu Guðmundsdóttir Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 3. júlí 18 Myndir mánaðarins