Myndir mánaðarins MM Janúar 2020 Bíóhluti | Page 8

Nú árið er liðið Ýmis önnur tekjumet ársins Það fór eins og flestir sáu fyrir að Marvel-myndin Avengers: Endgame varð vinsælasta mynd ársins 2019. Hér má sjá leik- stjórana og bræðurna Joe og Anthony Russo með nokkra af helstu og þekktustu leikurum myndarinnar á milli sín. Vinsælustu myndir ársins Eftir velgengni Avengers-myndarinnar Infinity War sem varð aðsóknar- og tekjuhæsta mynd ársins 2018 á heimsvísu og eina mynd þess árs sem halaði inn meira en tvo milljarða dollara í miðasölu var nokkuð ljóst að fátt gæti komið í veg fyrir að framhaldsmyndin Endgame myndi leika sama leikinn á árinu 2019. Það gekk eftir þegar hún flaug tiltölulega létt yfir tveggja millarða markið í maí og eina spurningin var hvort hún næði að slá tíu ára tekjumet Avatar sem árið 2009 hafði slegið tólf ára tekjumet Titanic. Það tókst næstum því í fyrstu atrennu og var munurinn svo lítill að þegar framleiðendurnir bættu nokkrum atriðum við og endursýndu hana með þeim í Bandaríkjunum í ágúst þá tókst henni að fara fram úr Avatar. Situr hún þar með hér og nú á toppi listans yfir tekjuhæstu myndir allra tíma. Þess ber þó ætíð að geta í þessu sambandi að ekki er tekið tillit til verðbólgu í ofangreindum tekjutölum en væri það gert breytir það stöðunni talsvert því á þeim lista ber 1939-myndin Gone With the Wind enn höfuð og herðar yfir allar myndir með rúmlega 3,7 milljarða dollara í tekjur og á eftir henni koma í þessari röð: 2) Avatar, 3) Titanic, 4) Star Wars: A New Hope, 5) Avengers: Endgame, 6) The Sound of Music, 7) E.T. the Extra-Terrestrial, 8) The Ten Commandments, 9) Doctor Zhivago og 10) Star Wars: The Force Awakens. Á bls. 16–17 hér á eftir má sjá lista yfir 50 vinsælustu myndir ársins í íslenskum kvikmyndahúsum og er topp-10-hluti hans hliðstæður heimslistanum hvað varðar erlendu myndirnar fyrir utan að tíunda tekjuhæsta mynd síðasta árs á heimslistanum er kínverska teiknimyndin Ne Zha og í níunda sæti er Fast & Furious: Hobbs & Shaw sem varð í fjórtánda sæti á íslenska listanum. Myndirnar Toy Story 4, The Lion King og Frozen II settu allar tekjumet á fyrstu sýningarhelgi, Toy Story 4 í júní, sem síðan var slegið í júlí af The Lion King, sem síðan var slegið af Frozen II í nóvember. 8 Myndir mánaðarins En það voru fleiri met slegin á árinu 2019 sem þykja merkileg. Má þar fyrst nefna aðsóknar- og tekjumet kínversku myndarinnar Liu lang di qiu (The Wandering Earth á ensku) sem halaði inn 349 milljónir dollara á fyrstu sjö sýningardögunum í Kína. Það er Asíumet og setur myndina jafnframt í annað sæti listans yfir aðsóknarmestu myndir á heimamarkaði á fyrstu sjö dögunum, rétt á eftir Star Wars-myndinni The Force Awakens. Þá var opnunarmet í aðsókn á teiknimynd slegið þrisvar á árinu, fyrst af Toy Story 4 í júní (244,5 milljónir dollara), síðan aftur í júlí af The Lion King (246 milljónir dollara) og svo í nóvember þegar Frozen II halaði inn hvorki meira né minna en 358,5 miljónir dollara á sinni fyrstu sýningarhelgi. Samt sem áður, þegar upp er staðið, er það The Lion King sem er tekjuhæsta teiknimyndin á heimsvísu 2019 og um leið er hún farin fram úr fyrri Frozen-myndinni sem tekjuhæsta teiknimynd sögunnar og situr nú í sjöunda sæti listans yfir tekjuhæstu myndir allra tíma með 1.656,5 milljónir dollara í tekjur. Frozen II er að vísu enn í sýningu en ólíklegt þykir að hún nái The Lion King hvað vinsældir varðar úr þessu enda skilja rúmlega 600 milljónir dollara þær nú að. Og áður en við segjum skilið við teiknimyndirnar má geta þess að Toy Story 4 fór fram úr Toy Story 3 á tekjulistanum og er því tekjuhæsta mynd seríunnar og að kínverska teiknimyndin Ne Zha fór fram úr Spirited Away sem tekjuhæsta teiknimynd sem gerð hefur verið utan Bandaríkjanna. Disney-fyrirtækið gerði það heldur betur gott á árinu og varð fyrsta kvikmyndafyrir- tækið sem halar inn meira 10 milljarða doll- ara á myndum sínum á einu ári. Um leið varð það fyrsta fyrirtækið sem kemur sex myndum yfir eins milljarðs markið á einu ári. Sony Pictures setti líka met þegar Spider- Man: Far From Home varð að tekjuhæstu mynd fyrirtækisins frá upphafi. Þá má nefna að Pokémon Detective Pikachu sló átján ára gamalt met þegar hún varð tekjuhæsta mynd sögunnar sem byggð er á tölvuleik. Skákaði hún þar loksins myndinni um Löru Croft, Tomb Raider frá árinu 2001, úr toppsætinu í þeim flokki. Myndin Joker er ekki bara einn óvæntasti smellur ársins heldur setti hún met þegar hún varð fyrsta myndin sem bönnuð er innan 16 ára sem fer yfir eins milljarðs doll- ara markið í tekjum á heimsvísu. Er hún þá auðvitað um leið orðin tekjuhæsta mynd sögunnar sem er bönnuð innan 16 ára. Að lokum má geta þess að árið 2019 er fyrsta árið þar sem átta bíómyndir fara yfir eins milljarðs dollara markið í tekjum en fimm myndir náðu þeim árangri árin 2018 og 2015 og hafði það þá aldrei gerst áður. Af þessum átta myndum voru þrjár teiknimyndir og er það líka nýtt met, þ.e. að þrjár teiknimyndir nái slíkum árangri á einu ári. Það ber að hafa í huga í þessu samhengi að nýja Star Wars-myndin, The Rise of Skywalker sem hefur ekki verið frumsýnd þegar þetta er skrifað, mun að öllum líkindum setja sitt strik í endanlega útkomu ársins 2019 því síðustu tvær Star Wars-myndir flugu báðar nokkuð létt yfir eins milljarðs markið og er búist við að sú nýja fari frekar létt með það líka.