Myndir mánaðarins MM Janúar 2020 Bíóhluti | Page 6

Nú árið er liðið Það má reikna með margvíslegum uppgjörum í níundu og síðustu Star Wars-myndinni, The Rise of Skywalker, og um leið er nokkuð öruggt að hulunni verði svipt af óvæntum leyndarmálum. Sjáumst í bíó! Þegar þetta blað kemur út rétt fyrir jól eru sýningar á níundu og síðustu mynd Star Wars-sögunnar nýhafnar og verður gaman að sjá hvort hún nái að fylgja vinsældum síðustu tveggja mynda eftir, en við því búast sjálfsagt flestir. Að öðru leyti hefur ekki verið mikið um innáskiptingar í kvikmyndahúsunum í desember og eru það helst myndirnar Knives Out, Jumanji: The Next Level, teiknimyndin um Hodja og töfrateppið og nokkrar fleiri úr nóv- emberútgáfunni sem dregið hafa að. Þann 26. desember verða hins vegar tvær nýjar myndir frumsýndar, annars vegar söng- leikurinn Cats sem á örugglega eftir að gleðja marga og svo teiknimyndin um njósnarann sem breyttist í dúfu, en þar er á ferð- inni fyndin og fjörug úrvalsskemmtun fyrir alla í fjölskyldunni. Um leið og við óskum öllum góðrar bíóskemmtunar sendum við lesendum og landsmönnum hlýjar áramótakveðjur með ósk um að árið 2020 verði ykkur öllum heilla- og happadrjúgt. Fimm af leikkonunum sem fara með aðalhlutverkin í Little Women, Laura Dern sem leikur móðurina Marmee March, og svo þær Emma Watson, Florence Pugh, Eliza Scanlen og Saoirse Ronan sem leika dætur hennar fjórar, Meg, Amy, Beth og Jo. Verðlaunatíð í vændum Eins og áður snúast áramótin og janúarmánuður í kvikmyndaheim- inum að stóru leyti um að gera upp árið sem er nýliðið og heiðra þá og þær sem þóttu skara fram úr á sínum sviðum innan kvikmyndageirans, hvort sem þau stóðu fyrir framan eða aftan vélarnar. Um leið eru kvikmyndirnar sjálfar vegnar og metnar af hinum ýmsu fag- og áhugasamtökum í kvikmyndabransanum sem reyna síðan að komast að niðurstöðu um hver sé besta mynd ársins. Og eins og venjulega eru það stóru verðlaunahátíðirnar þrjár sem fá mestu athyglina, þ.e. Golden Globe-verðlaunin, bresku BAFTA- verðlaunin og svo Óskarsverðlaunahátíð bandarísku kvikmynda- akademíunnar sem að þessu sinni verður fyrr á ferðinni en undan- farin ár, eða sunnudaginn 9. febrúar, og verða tilnefningar til þeirra eftirsóttu verðlauna gerðar opinberar 13. janúar. Tilnefningar til bresku BAFTA-verðlaunanna verða hins vegar opinberaðar 7. janúar og fer afhending þeirra fram sunnudaginn 2. febrúar. Golden Globe-hátíðin verður haldin með hefðbundnu sniði 5. janúar á Hilton-hótelinu í Beverly Hills eins og undanfarin ár og voru tilnefningar til þeirra verðlauna gerðar heyrumkunnar 9. desember. Kynnir verður Ricky Gervais og er þetta í fimmta sinn sem hann er fenginn í það starf þrátt fyrir að vera alræmdur fyrir að móðga alveg hiklaust mann og annan á sviðinu. En sennilega eru nú allir tilbúnir í þann húmor enda vitað að hverju er gengið. Í tilnefningum til Golden Globe-verðlaunanna kennir margra grasa eins og alltaf en við viljum vekja athygli á því að fimm af þeim myndum sem frumsýndar verða í janúar og eru kynntar hér aftar í blaðinu eru á meðal þeirra sem gætu hlotið hinn gullna hnött í mismunandi flokkum, Jojo Rabbit, Richard Jewel, Little Women, 1917 og Bombshell. Þess utan eru góðar líkur á að Íslendingur hreppi gullinn hnött að þessu sinni en það er hin hæfileikaríka Hildur Guðnadóttir sem er tilnefnd fyrir tónlist sína í myndinni Joker. Hildur Guðnadóttir hampaði Emmy-verðlaununum í haust fyrir tónlist sína í Chernobyl-þáttunum og á nú mjög góða mögu- leika á Golden Globe-verðlaunum fyrir tónlistina í Joker. 6 Myndir mánaðarins