Myndir mánaðarins MM Janúar 2020 Bíóhluti | Page 36

Little Women Skapaðu þér þína eigin framtíð Skáldsögunni Little Women eftir Louisu May Alcott, einni best metnu perlu bandarískra bókmennta, hafa oft áður verið gerð skil í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en það er mál manna að aldrei hafi tekist jafn vel til og í þetta sinn undir öruggri stjórn leikstjórans og handritshöfundarins Gretu Gerwig. Little Women er um March-fjölskylduna og þá sérstaklega March- systurnar fjórar, Jo, Meg, Beth og Amy, en er um leið sjálfsævisaga því Louisa May byggði hana á eigin lífi og systra sinna þriggja. Þótt þær systur væru samrýndar voru þær ólíkar að því leyti að þær horfðu hver með sínum augum á framtíðina. Þannig voru t.d. þær Meg og Amy vissar um að þeim yrði best borgið með því að giftast góðum mönnum (á ólíkum forsendum samt) á meðan Jo (sem í raun er Louisa May) vildi skapa sér sjálfstætt líf, óháð því hverjum hún myndi svo giftast – ef hún myndi giftast. Sagan þykir gefa ómetanlega innsýn í líf milli- og yfirstéttarfólks í Bandaríkjunum á árunum eftir bandarísku borgarastyrjöldina, er í senn áhrifarík og ógleymanleg og inniheldur bæði mikla rómantík og góðan húmor. Little Women March-systurnar Meg, Amy, Jo og Beth eru leiknar af Emmu Watson, Florence Pugh, Saoirse Ronan og Elizu Scanlen. Drama / Rómantík / Sannsöguleg 134 mín Aðalhlutverk: Saoirse Ronan, Emma Watson, Timothée Chalamet, Florence Pugh, Eliza Scanlen, Laura Dern, Tracy Letts, Bob Odenkirk, James Norton, Louis Garrel, Chris Cooper og Meryl Streep Leikstjórn: Greta Gerwig Bíó: Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 24. janúar Punktar ....................................................  - Slate  - Guardian  - Empire  - Time Out  - Wrap  - Vulture  - C. Tribune  1/2 - IGN  1/2 - IndieWire  1/2 - L.A. Times  1/2 - N.Y. Post  1/2 - Variety l Little Women, sem var forsýnd í byrjun desember í New York, hefur eins og sést hlotið frábæra dóma margra þekktra gagnrýnenda og hefur þegar hlotið fjölda verðlauna. Hún er nú tilnefnd til til tvennra Golden Globe-verðlauna, og er af mörgum talin örugg um að fá nokkrar tilnefningar til Óskarsverðlauna, t.d. fyrir frábært handritið, trausta leikstjórn Gretu Gerwig og sem besta mynd ársins. Auk þess á hún mjög góða möguleika á að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir förðun og hárgreiðslu en um hana sá m.a. Fríða Aradóttir. Meryl Streep leikur ráðvanda afasystur systranna í Little Women. Veistu svarið? Með þessari mynd og þeirri síðustu, Lady Bird, þykir Greta Gerwig nú hafa skipað sér í hóp með bestu handritshöfundum og leikstjórum Bandaríkjanna. En Greta er líka frábær leikkona og hlaut m.a. Golden Globe-tilnefningu árið 2013. Fyrir leik í hvaða mynd? Saoirse Ronan og Timothée Chalamet leika hér saman á ný eins og þau gerðu í myndinni Lady Bird sem einnig var eftir Gretu Gerwig. Frances Ha. 36 Myndir mánaðarins