Myndir mánaðarins MM Janúar 2020 Bíóhluti | Page 34

Ævintýri á Norðurpólnum Sprettur er heimskautarefur sem vinnur á pósthúsi á Norður- pólnum og dreymir um að verða sjálfur sendill en það er starf sem aðeins sterkustu husky-hundarnir eru taldir hæfir til að gegna. En Sprettur er ákveðinn í að sanna hvað hann getur og grunar auðvitað ekki að loksins þegar tækifærið kemur bíði hans annað og mun erfiðara verkefni en hundar gætu höndlað! Heimskautahundar er eftir kanadíska leikstjórann Aaron Woodley sem sendi síðast frá sér teiknimyndina um geimapann Spark en á líka að baki leiknar myndir eins og Tennessee og The Entitled. Myndin er fyrst og fremst ætluð yngsta hópi bíógesta sem kunna að meta endalaust fjörið sem rebbar eins og Sprettur geta skapað. Eftir að hafa komið sínum fyrsta pakka til skila uppgötvar Sprettur að hinn voldugi rostungur Ottó er farinn af stað með áætlun um að bræða allan ísinn á Norðurpólnum svo hann geti orðið einráður. Við það verður ekki unað og sem betur fer á Sprettur marga góða vini sem hann fær nú í lið með sér til að stöðva Ottó áður en illa fer ... Heimskautahundar Teiknimynd 92 mín Íslensk talsetning: Rúnar Freyr Gíslason, Stefanía Svavarsdóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Steinn Ármann Magnússon, Orri Huginn Ágústsson, Hanna María Karlsdóttir, Íris Hólm Jónsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Ari Freyr Ísfeld, Karl Örvarsson, Benedikt Óli Árnason og Agnes Fjeldsted Þýðing: Haraldur Jóhannsson Leikstjórn: Árni Ólason Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík Frumsýnd 24. janúar 34 Myndir mánaðarins