Myndir mánaðarins MM Janúar 2020 Bíóhluti | Page 32

Bombshell Sprengjan sem sprakk Rúmu ári áður en Metoo-hreyfingin fór á flug um allan heim í kjölfar ásakana fjölda kvenna í garð kvikmyndaframleiðand- ans Harveys Weinstein um kynferðisglæpi varpaði fyrrver- andi fréttakona Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar, Gretchen Carlson, sprengju á sinn gamla vinnustað þegar hún kærði stjórnarformann Fox New, Roger Ailes, fyrir að hafa rekið sig vegna þess eins að hún vildi ekki þýðast hann kynferðislega. Bombshell er nýjasta mynd leikstjórans Jays Roach (Austin Powers- myndirnar, Meet the Parents, Dinner for Schmucks, The Campaign, Trumbo) og er gerð eftir handriti Óskarsverðlaunahafans Charles Randolph sem skrifaði m.a handritið að The Big Short, en hún var að margra mati ein besta bandaríska mynd ársins 2015. Hér færa þeir félagar okkur aðra verulega áhugaverða sögu úr samtímanum sem sýnir enn á ný fram á að sannleikurinn er oft hinn mesti skandall. Bombshell Roger Ailes, stjórnarformaður Fox News, hafði áður verið sakaður um kynferðisáreiti án þess að úr því yrði málarekstur en segja má að það hafi breyst snarlega þegar Gretchen Carlson ákvað að kæra hann 6. júlí 2016. Það er Nicole Kidman sem leikur Gretchen í myndinni. Sannsöguleg 108 mín Aðalhlutverk: Charlize Theron, Nicole Kidman, Margot Robbie, John Lithgow, Kate McKinnon, Connie Britton, Mark Duplass, Malcolm McDowell, Allison Janney og Rob Delaney Leikstjórn: Jay Roach Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 24. janúar Punktar .................................................... l Charlize Theron er sjálf ein af aðalframleiðendum Bombshell og lagði frá upphafi alla áherslu á að fá þær Nicole Kidman og Margot Robbie í aðalhlutverkin á móti sér. Það gekk eftir. Þegar þetta er skrifað hefur Bombshell aðeins verið sýnd verð- launanefndum og á prufusýningum. Viðtökurnar hafa vægast sagt verið góðar og er þegar búið að tilnefna myndina til fjölda verð- launa sem veitt verða á næsta ári, þ. á m. til Golden Globe-verð- launa fyrir frábæran leik þeirra Charlize Theron og Margot Robbie. l Charlize Theron og John Lithgow leika þau Megyn Kelly og Roger Ailes. Veistu svarið? Að öðrum leikurum Bombshell ólöstuðum þykir Char- lize Theron algjörlega „negla það“ í hlutverki Megyn Kelly og þykir um leið ákaflega líkleg til að hljóta sína þriðju tilnefningu til Óskarsverðlauna, en þau verð- laun hlaut hún árið 2005. Fyrir leik í hvaða mynd? Margot Robbie leikur Kaylu Pospisil, en hún er ein af fáum skálduðu persónum myndarinnar og er hugsuð sem nokkurs konar fulltrúi allra þeirra kvenna sem Roger Ailes braut á á löngum valdaferli sínum hjá Fox News. Kate McKinnon leikur samstarfskonu hennar, Jess Carr. Monster. 32 Myndir mánaðarins