Myndir mánaðarins MM Janúar 2020 Bíóhluti | Page 26

Dagfinnur dýralæknir Leitin að lækningunni Eftir að hafa misst eiginkonu sína fyrir sjö árum hefur hinn frægi en sérlundaði Dagfinnur dýralæknir að mestu haldið sig á herrasetri sínu þar sem hann kýs frekar félagsskap dýra en manna. En þegar Viktoría Bretadrottning veikist alvarlega ákveður Dagfinnur, ásamt sjálfskipaða aðstoðarmanninum Tomma og helstu vinum sínum úr dýraríkinu, að halda út í heim í leit að lækningu og liggur leiðin til dularfullrar eyju í Suðurhöfum þar sem hans bíður hvert ævintýrið á fætur öðru. Bækur enska rithöfundarins Hughs Lofting um Dagfinn dýralækni eru á meðal skemmtilegustu ævintýra sem skrifuð hafa verið enda hafa þær notið ómældra vinsælda allt frá því að sú fyrsta kom út árið 1920. Þessi nýja mynd um ævintýri Dagfinns er byggð á annarri bókinni um hann, The Voyages of Doctor Dolittle, sem í íslenskri þýðingu Andrésar Kristjánssonar hlaut heitið Dagfinnur dýralæknir í langferðum. Þetta er einstaklega viðburðarík saga fyrir bæði gamla og nýja aðdáendur Dagfinns og ekta fjölskyldubíó. Dagfinnur dýralæknir Ævintýri Dagfinnur dýralæknir er þeirri gáfu gæddur að geta talað við dýrin og hefur í sjö ár, eða allar götur frá því að eiginkona hans dó, frekar kosið félagsskap þeirra en hinna mennsku í sjálfskipaðri einangrun sinni. 101 mín Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Harry Collett, Antonio Banderas, Michael Sheen, Jessie Buckley, Jim Broadbent og Ralph Ineson Leikstjórn: Stephen Gaghan Íslensk talsetning: Ólafur Egill Egilsson, Matthías Davíð Matthíasson, Edda Björgvinsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Arnar Dan Kristjánsson, Ævar Þór Benediktsson, Bryndís Ásmundsdóttir, Árni Beinteinn Árnason, Jörundur Ragnarsson, Sigurður Þór Óskarsson o.fl. Þýðing: Haraldur Jóhannsson Leikstjórn talsetningar: Orri Huginn Ágústsson Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Kringlunni og Egilshöll og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 17. janúar Punktar .................................................... Dagfinnur dýralæknir eða Dolittle eins og myndin heitir á ensku verður sýnd bæði með íslenskri talsetningu og enskri en í henni tala m.a. þau Emma Thompson, Rami Malek, John Cena, Kumail Nanji- ani, Octavia Spencer, Tom Holland, Selena Gomez, Craig Robinson, Ralph Fiennes, Marion Cotillard og Carmen Ejogo fyrir dýrin. l Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Óskarsverðlauna- hafinn Stephen Gaghan sem gerði m.a. myndirnar Syriana og Gold og skrifaði handrit hinnar margverðlaunuðu myndar, Traffic. l Þegar Viktoría drottning veikist alvarlega ákveður Dagfinnur að halda út í heim í leit að lækningu ásamt helsta aðstoðarmanni sínum Tomma og mörgum bestu og tryggustu vinum sínum úr dýraríkinu. 26 Myndir mánaðarins