Myndir mánaðarins MM Janúar 2020 Bíóhluti | Page 24

Gullregn Talað við blómin Indíana Jónsdóttir býr í blokkaríbúð og lifir á bótakerfinu þótt það sé í raun ekkert að henni. Flestir nágrannar hennar eru innflytjendur sem hún fyrirlítur en Indíana sækir huggun harmi gegn til bestu vinkonu sinnar, Jóhönnu, og í lítinn garð- skika við blokkina þar sem hún hefur ræktað upp verðlaunað gullregn. Þegar sonur Indíönu, Unnar, kynnir hana dag einn fyrir nýrri unnustu sem er erlend að uppruna og maður frá umhverfisráðuneytinu bankar upp á til að tilkynna henni að fjarlægja þurfi gullregnið fer veröld hennar algerlega á hvolf. Gullregn er eftir leikstjórann, handritshöfundinn og margfalda Eddu- verðlaunahafann Ragnar Bragason sem á m.a að baki bíómyndirnar Börn, Foreldra, Bjarnfreðarson og Málmhaus, sjónvarpsseríurnar Heimsendi, Nætur-, Dag- og Fangavaktina og nú síðast hina frábæru sjónvarpsþætti Fanga, sem sýndir voru á RÚV fyrir tveimur árum. Myndin er byggð á samnefndu leikriti Ragnars sem sýnt var í Borgarleikhúsinu við miklar vinsældir leikárið 2012–2013 og færði honum m.a. íslensku sviðslistarverðlaunin, Grímuna, fyrir leik- stjórnina. Þetta er grátbrosleg mynd um persónur sem flestir kann- ast við úr raunveruleikanum og viljum við að sjálfsögðu hvetja allt íslenskt kvikmyndaáhugafólk til að láta hana ekki fram hjá sér fara. Gullregn Gamandrama 100 mín Aðalhlutverk: Sigrún Edda Björnsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Karolina Gruszka, Hallgrímur Ólafsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Jón Gnarr, Halldór Gylfason, Eggert Þorleifsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir Leikstjórn: Ragnar Bragason Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri Með hlutverk „kerfisfræðingsins“ Indíönu Jónsdóttur fer Sigrún Edda Björnsdóttir, en hún lék hana einnig í leikritinu sem sýnt var í Borgarleikhúsinu leikárið 2012–2013 við miklar vinsældir. Frumsýnd 10. janúar Punktar .................................................... Auk Sigrúnar Eddu Björnsdóttur, Hallgríms Ólafssonar og Hall- dóru Geirharðsdóttur snúa flestir aðrir sem léku í leikritinu aftur í myndinni fyrir utan Brynhildi Guðjónsdóttur sem lék unnustuna Daniellu. Við hlutverki hennar tekur hér pólska stórleikkonan Karo- lina Gruszka, en hún fór m.a. með veigamikið hlutverk í síðustu mynd Davids Lynch, Inland Empire, og titilhlutverkið í verðlauna- mynd Marie Noëlle, Marie Curie: The Courage of Knowledge. l Hallgrímur Ólafsson leikur einkason Indíönu, Unnar. Veistu svarið? Eins og fram kemur hér í kynningunni hefur Ragnar Bragason gert nokkrar bestu og vinsælustu bíómynd- ir og sjónvarpsþætti íslenskrar kvikmyndasögu. Ein bíómynd er þó ótalin hér á síðunni og það er sú fyrsta sem hann sendi frá sér árið 2000. Hvað heitir hún? Eins og í leikritinu er það Halldóra Geirharðsdóttir sem leikur Jóhönnu, bestu vinkonu Indíönu, sem kíkir mjög oft í heimsókn. Fíaskó. 24 Myndir mánaðarins