Myndir mánaðarins MM Janúar 2020 Bíóhluti | Page 21

The Grudge Aftur til upphafsins Þegar fasteignasalinn Peter Spencer fer að skoða hús sem honum hefur verið falið að selja kemst hann að því að húsið er alls ekki yfirgefið eins og það átti að vera. Hann lætur lögreglu- konuna Muldoon vita að eitthvað dularfullt sé á seyði í húsinu og hún á eftir að uppgötva sér til skelfingar að hver sá sem stígur fæti inn fyrir þröskuld þess er í raun dæmdur til dauða. Eins og margir vita þá er þessi nýja The Grudge-mynd í raun fjórða bandaríska myndin sem gerð er eftir sögum og kvikmyndum japanska leikstjórans og handritshöfundarins Takashis Shimizu sem leikstýrði reyndar sjálfur tveimur þeim fyrstu árin 2004 og 2006 og framleiddi þá þriðju árið 2009. Eftir hana lá um tíma í loftinu að fjórða myndin yrði gerð, eða allt þar til leikstjórinn og handritshöfundurinn Nicolas Pesce (The Eyes of My Mother, Piercing) kom fram með þá hugmynd að í stað framhalds fengi hann að gera nýja upphafsmynd, þ.e. mynd sem byggði á hinni upprunalegu japönsku draugasögu Takashis en væri um leið ný túlkun á þeirri sögu. Á þetta var fallist og þann þriðja janúar fáum við að sjá útkomuna sem um leið er fyrsta hrollvekja ársins 2020. The Grudge Draugasaga / Hrollvekja Andrea Riseborough leikur rannsóknarlögreglukonuna Muldoon sem veit auðvitað ekki hvað hún er að kalla yfir sig þegar hún hefst handa við að rannsaka hinn magnaða draugagang í húsinu. 94 mín Aðalhlutverk: Andrea Riseborough, Lin Shaye, John Cho, Demián Bichir, Jacki Weaver, William Sadler, Betty Gilpin, Frankie Faison og Tara Westwood Leikstjórn: Nicolas Pesce Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóinu Egilshöll og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 3. janúar Punktar .................................................... Númer hússins sem allt snýst um í The Grudge er 44 en það er til- vísun í stuttmyndina 4444444444 sem Takashis Shimizu gerði árið 1998 og var fyrirmynd Grudge-sagnanna. Í Japan og víðar í Austur- Asíu er talan 4 ólukkutala sem í sumum tilvikum merkir dauði. l l Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Nicholas Pesce, hef- ur sagt að hann hafi verið mikill aðdáandi japönsku Grudge-sög- unnar og þessi hugmynd sín að kvikmyndagerð hennar hafi í raun kviknað árið 1998, þ.e. talsverðu áður en sagan kom svo út á ensku. Veistu svarið? Bandaríska leikkonan Lin Shaye leikur stórt hlutverk í The Grudge en hún á 45 ára leikferil að baki í banda- rískum kvikmyndum, þ. á m. í mörgum hrollvekjum, og er á undanförnum árum sennilega þekktust fyrir að leika Elise Rainier í þekktri hrollvekjuseríu. Hvaða? Sagan hefst á því að fasteignasalarnir Nina og Peter Spencer fá til sölu hús sem þau vita ekki betur en að sé þegar autt og yfirgefið. Það eru þau Betty Gilpin og John Cho sem leika Spencer-hjónin. Insidious-myndunum.