Myndir mánaðarins MM Janúar 2020 Bíóhluti | Page 12

Nú árið er liðið Stysta hjónaband ársins Öllum á óvart gekk Nicolas Cage í sitt fjórða hjónaband 23. mars með hinni lukkulegu Eriku Koike. Fjórum dögum síðar sótti hann um ógildingu hjónabandsins og bar því við að hann hefði ekki vitað hvað hann var að gera sökum drykkju. Erika ákvað að setja sig ekki upp á móti ógildingunni en fór fram á að fá einhverja dollara í skaðabætur, m.a. vegna þess að uppákoman hefði skaðað framtíð- arhorfur hennar. Hversu marga dollara hún fékk vitum við ekki en ógildingin gekk sem sagt í gegn og er Nicolas laus og liðugur á ný. Túlofanir ársins Leynilegasta samband ársins Eins og allir vita fylgist slúðurpressan grannt með einkalífi stjarn- anna og fer fátt fram hjá þeim í þeim efnum. Það kom henni því í opna skjöldu að hafa alveg misst af því að Rebecca Ferguson væri ekki bara í tilhugalífinu heldur hefði hún gengið í hjónaband með manni að nafni Rory og eignast með honum barn. Fáar myndir eru til af parinu saman og þegar þetta er skrifað hefur slúðurfréttafólki ekki einu sinni tekist að grafa upp fullt nafn eiginmannsins. Það liggur ekki öllum jafnmikið á að ganga í hjónaband og hér eru fjögur dæmi um stórstjörnur sem hafa verið saman í talsverðan tíma og ákváðu á árinu að setja aðeins meiri alvöru í sambandið með trúlofun áður en þau stigju svo skrefið til fulls á næsta ári. Þar skal fyrst nefna þau Orlando Bloom og Katy Perry sem hafa verið saman í tæplega fjögur ár, að vísu með hléi í upphafi ársins 2017, og ákváðu að trúlofa sig 3. desember. Þau Jennifer Lopez og Alex Rodriguez trúlofuðu sig 9. mars eftir að hafa verið opinberlega saman síðan í byrjun árs 2017, en þar á undan höfðu þau „deitað“ í a.m.k. 8 mánuði, ef ekki lengur. Rooney Mara og Joaquin Phoenix trúlofuðu sig í júlí en þau áttu í sambandi á árinu 2013 þegar þau léku í myndinni Her. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 2017, þegar þau léku aftur saman, nú í myndinni Mary Magdalene, sem samband þeirra varð opinbert. Scarlett Johansson og handritshöfundurinn Colin Jost hófu opin- bert samband í byrjun árs 2017 en hafa reyndar þekkst ágætlega allt frá árinu 2005. Þau trúlofuðu sig í júlí og vakti 11 karata dem- antshringurinn sem Colin gaf sinni heittelskuðu mikla athygli. Skilnaður ársins Þann þrettánda desember tilkynntu þau Colin Firth og kvikmynda- framleiðandinn Livia Giuggiol að þau hefðu bundið enda á 22 ára hjónaband sitt. Fylgdi sú ósk með tilkynningunni að fjölmiðlar virtu einkalíf þeirra og að hvorugt þeirra myndi tjá sig frekar opinberlega um skilnaðinn. Hann á sér þó þá forsögu að þau hjón ákváðu á árinu 2018 að skilja óformlega að skiptum og kom síðar í ljós að Livia hafði á þeim tíma verið með gömlum vini sínum, Marco Brancaccia. Þau Colin og Livia tóku hins vegar saman aftur síðar á árinu 2018 og ætluðu sér að reyna á ný að láta hjónabandið ganga, en þau eiga tvo syni saman, Luca og Matteo, sem fæddir eru 2001 og 2003. Svo virðist þó sem brestirnir í hjónabandinu hafi verið of miklir til að bjarga því og segir sagan að Colin hafi, þrátt fyrir að hafa sagst ætla að reyna það, ekki getað komist yfir samband Liviu og Marcosar. 12 Myndir mánaðarins