Myndir mánaðarins MM Janúar 2019 Bíóhluti | Page 31

Skýrsla 64 Sum mál verður að leysa Lögreglumennirnir og samstarfsfélagarnir Carl Mørck og Assad sem vinna hjá Q-deild lögreglunnar við að flokka gömul óleyst sakamál uppgötva að tengsl eru á milli nokk- urra mannshvarfa sem áttu sér stað fyrir tuttugu árum. Þeir einhenda sér þegar í rannsókn málsins sem snýst upp í æsispennandi kapphlaup við tímann þegar í ljós kemur að sá sem ábyrgðina ber er aldeilis ekki hættur að losa sig við vitni. Spennu- og sakamálatryllirinn Skýrsla 64 er gerður eftir fjórðu bók danska rithöfundarins Jussi Adler-Olsens um þá Carl Mørck og Assad hjá Q-deildinni en fyrstu þrjár bækurnar, Konan í búrinu, Veiðimennirnir og Flöskuskeyti frá P hafa allar verið kvikmyndaðar og notið mikilla vinsælda enda frábærar myndir og ein- staklega kraftmiklar sakamálasögur. Skýrsla 64 gefur fyrri myndunum ekkert eftir nema síður sé en hún er í leikstjórn hins virta og margverðlaunaða Christoffers Boe sem m.a. gerði myndirnar Reconstruction, Beast, Allegro og sjónvarpsþættina Kriger. Skýrsla 64 Sakamál / Tryllir 119 mín Aðalhlutverk: Nikolaj Lie Kaas, Fares Fares, Nicolas Bro, Johanne Louise Schmidt, Anders Hove, Søren Pilmark, Elliott Crosset Hove, Vibeke Hastrup, Fanny Leander Bornedal og Clara Rosager Leikstjórn: Christoffer Boe Bíó: Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 25. janúar Veistu svarið? Hinn frábæri leikari Nikolaj Lie Kaas sem er þekktur fyrir að geta leikið hvers konar karakter sem er og er eini danski leikarinn sem unnið hefur Bodil-verð- launin þrisvar fyrir þrítugt sló í gegn í sinu fyrsta hlutverki í frægri danskri bíómynd árið 1991. Hvaða? Eins og í fyrri myndunum þremur eru það þeir Nikolaj Lie Kaas og Fares Fares sem leika þá Carl Mørck og Assad í deild Q. Punktar .................................................... Skýrsla 64 var frumsýnd í heimalandinu, Danmörku, í byrjun októ- ber og setti aðsóknarmet þegar meira en 215 þúsund manns sáu hana í kvikmyndahúsum í opnunarvikunni. Myndin hefur einnig hlotið afar góða dóma gagnrýnenda og er af mörgum þeirra, svo og almennum áhorfendum, talin besta myndin til þessa af þeim fjórum sem gerðar hafa verið um þá Carl Mørck og Assad í deild Q. l Úr upphafsatriði myndarinnar en sagan hefst á því að þrjú lík finnast af fólki sem ljóst er að hefur dáið á hræðilegan hátt fyrir um 20 árum. Drengene fra Sankt Petri. Myndir mánaðarins 31