Myndir mánaðarins MM Janúar 2019 Bíóhluti | Page 29

Ben Is Back Ekki horfa til baka Ben Is Back er eftir leikstjórann, handritshöfundinn og Óskarsverð- launahafann Peter Hedges sem á m.a. að baki myndirnar Pieces of April, Dan in Real Life og The Odd Life of Timothy Green auk þess sem hann skrifaði handritin að myndunum About a Boy og What’s Eating Gilbert Grape sem var jafnframt byggð á hans eigin skáldsögu. Ben Is Back segir frá ungum manni, Ben Burns, sem var bæði djúpt sokkinn og hætt kominn vegna eiturlyfjafíknar og glæpa sem hann framdi til að fjármagna fíkn sína áður en honum tókst að rétta sig af á meðferðar- stofnun. Myndin hefst á jóladag þegar Ben kemur óvænt heim í jólafrí þar sem m.a. móðir hans tekur á móti honum. Þótt hún sé auðvitað fegin að það sé í lagi með son sinn og að hann sé edrú er hún jafnframt dauð- hrædd um að hann falli á ný. Á þann ótta slær ekki þegar hún kemst að því að einn af fyrrverandi dópfélögum Bens telur hann skulda sér peninga sem hann verði að greiða, ef ekki með peningum þá með öðrum hætti. Myndin þykir gríðarlega áhrifarík, raunsæ og góð í alla staði og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem kunna slíkt að meta að missa ekki af henni í bíó. Ben Is Back Ben er leikin af Lucas Hedges sem varð 22 ára 12. desember sl. og er sonur leikstjóra og handritshöfundar myndarinnar, Peters Hedges. Drama 103 mín Aðalhlutverk: Julia Roberts, Lucas Hedges, Kathryn Newton, Alex- andra Park, Courtney B. Vance, Rachel Bay Jones, Michael Esper og David Zaldivar Leikstjórn: Peter Hedges Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 18. janúar Punktar .................................................... Samleikur þeirra Juliu Roberts og Lucasar Hedges þykir alveg magnaður í myndinni og er einn og sér alveg full ástæða til að sjá hana. Juliu þekkja auðvitað allir en Lucas, sem hefur á undanförnum árum skapað sér nafn sem einn besti ungi karlleikari bandarískra kvikmynda, lék m.a. stór hlutverk í myndunum Manchester by the Sea (sem færði honum tilnefningu til Óskarsverðlauna), Lady Bird og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. Auk þess þykir hann sýna snilldarleik í myndinni Boy Erased sem verður frumsýnd í mars en fyrir leik sinn í henni er hann nú tilnefndur til Golden Globe-verð- launa. Þykir líklegt að hann verði einnig tilnefndur til Óskarsverð- launa, annað hvort fyrir það hlutverk eða fyrir leik sinn í Ben Is Back. l Eins og allar mæður myndu gera óttast Holly Burns, móðir Bens, það allra mest að sonur hennar leiðist aftur út í heim eiturlyfjanna. Veistu svarið? Eins og kemur fram hér í upphafstextanum skrifaði leikstjórinn og handritshöfundurinn Peter Hedges hina frægu skáldsögu What’s Eating Gilbert Grape sem samnefnd mynd var gerð eftir árið 1993. Hvaða tveir leikarar fóru með aðalkarlhlutverkin í henni? Kathryn Newton leikur systur Bens, Ivy, en Kathryn er einna þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Little Woman og Big Little Lies. Johnny Depp og Leonardo DiCaprio. Myndir mánaðarins 29