Myndir mánaðarins MM Janúar 2019 Bíóhluti | Page 24

Escape Room Getur þú leyst þrautina? Sex ungmenni sem þekkjast ekki innbyrðis fá dag einn senda litla gestaþraut sem reynist, þegar hún hefur verið leyst, inni- halda boð um að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma og keppa þar um milljón dollara við að leysa aðra stærri þraut. Það sem þau vita ekki og komast ekki að fyrr en það er um seinan er að nái þau ekki að leysa þrautina munu þau deyja. Spennu- og sálfræðitryllirinn Escape Room hefur hvergi verið sýnd- ur þegar þetta er skrifað en orðrómurinn segir að um hörkumynd sé að ræða í alla staði. Bæði er sagan sögð mjög góð og sérlega vel skrifað og snjallt handritið þykir bjóða upp á mikinn húmor og hrikalega spennandi atburðarás. Myndinni hefur skiljanlega verið lýst sem nokkurs konar samblandi af myndunum Saw og The Cube og spá margir því að hún muni feta í fótspor stórsmellanna Get Out og A Quiet Place og njóta hylli kvikmyndahúsagesta um allan heim sem kunna vel að meta snjallar fléttur, óvænta atburðarás og háspennu sem fær jafnvel rólegasta fólk fram á sætisbrúnina. Við hér á Myndum mánaðarins vonum auðvitað að það reynist raunin með Escape Room og bíðum eins og væntanlega margir aðrir með mikilli tilhlökkun eftir frumsýningardeginum 11. janúar. Escape Room Háspenna / Sálfræðitryllir 99 mín Taylor Russell leikur Zoey sem er ein af þeim sem fá senda litla gesta- þraut en hún reynist innihalda boð um að mæta á ákveðinn stað og ráða enn erfiðari þraut þar sem milljón dollarar eru í verðlaun. Aðalhlutverk: Taylor Russell, Logan Miller, Deborah Ann Woll, Jay Ellis, Tyler Labine, Nik Dodani, Kenneth Fok, Adam Robitel og Jessica Sutton Leikstjórn: Adam Robitel Bíó: Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 11. janúar Punktar .................................................... Leikstjóri og handritshöfundur Escape Room er Adam Robitel og er þetta þriðja mynd hans í fullri lengd, en þær fyrri voru hroll- vekjurnar Insidious: The Last Key og The Taking of Deborah Logan. Þess má geta að hann leikur sjálfur eitt aukahlutverkið í myndinni. l Veistu svarið? Þótt nöfn aðalleikaranna í Escape Room séu ekki mjög þekkt hafa eiga flestir nokkuð langa reynslu að baki í þekktum myndum og sjónvarpsþáttum, t.d. Logan Miller sem lék síðast í hinni þrælgóðu mynd Love, Simon. Hver lék titilpersónuna í þeirri mynd? Ungmennin sex lenda í miklum vanda þegar þrautin sem þau þurfa að leysa til að bjarga lífinu reynist flóknari en þau sáu fyrir. Nick Robinson. 24 Myndir mánaðarins