Myndir mánaðarins MM Janúar 2019 Bíóhluti | Page 22

Instant Family Hvað gæti farið úrskeiðis? Þegar barnlausu hjónin Pete og Ellie sjá auglýsingu frá ætt- leiðingastofnun ákveða þau að skoða þann möguleika að ætt- leiða barn í stað þess að eignast eitt sjálf. Sú ákvörðun á eftir að vinda upp á sig þegar „skoðunarferðin“ leiðir til þess að þau verða foreldrar þriggja systkina sem eiga erfiða reynslu að baki. Nú þurfa þau að standa sig í foreldrahlutverkinu! Instant Family er nýjasta mynd leikstjórans og handritshöfundarins Seans Anders sem gerði m.a. Daddy’s Home-myndirnar tvær, en þær voru einnig með Mark Wahlberg í einu aðalhlutverkinu. Hér heldur Sean sig við fjölskylduþemað en þó á annan hátt því þótt Instant Family sé að grunni til gamanmynd með mörgum fjörugum og fyndnum atriðum býr raunveruleikinn að baki enda er sagan byggð á reynslu Seans sjálfs og eiginkonu hans Beth sem árið 2012 ættleiddu þrjú systkini með svipaða reynslu að baki og systkinin í myndinni hafa. Eins og flestir geta ímyndað sér reynir verulega á alla aðila í slíkum málum, bæði börnin og hina nýbökuðu foreldra, sem þurfa í framhaldinu að skapa þau fjölskyldubönd sem nauð- synleg eru til að ættleiðingin heppnist sem best. Og í þeim efnum sannast hér hið fornkveðna að þolinmæðin þrautir vinnur allar ... Instant Family Gamandrama 118 mín Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Rose Byrne, Isabela Moner, Gustavo Quiroz, Julianna Gamiz, Octavia Spencer, Margo Martindale, Joan Cusack og Julie Hagerty Leikstjórn: Sean Anders Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhúsið Selfossi, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 11. janúar Mark Wahlberg og Rose Byrne leika hjónin Pete og Ellie sem ákveða að ættleiða systkini sem eiga erfiða lífsreynslu að baki. Punktar .................................................... Instant Family hefur fengið mjög góða dóma þeirra sem kunna að meta bæði gamansemina í sögunni og svo hinn alvarlega undir- tón sem lýsir ákaflega vel þeim hindrunum og áskorunum sem verða á vegi þeirra sem ættleiða stálpuð börn. Um leið má fullyrða að myndin sé um leið ein af bestu „feel good“-myndum ársins. l Á meðal þeirra sem fara með aukahlutverkin í myndinni er Margo Martindale sem leikur móður Petes og um leið ömmu systkinanna. Veistu svarið? Hin 17 ára gamla Isabela Moner er upprennandi stjarna í heimi bandarískra kvikmynda en hún hóf leikferilinn aðeins tíu ára að aldri og lék síðast í myndinni Sicario 2: Soldado. En í hvaða mynd frá árinu 2017 lék hún fyrst á móti Mark Wahlberg? Transformers: The Last Knight. 22 Myndir mánaðarins Systkinin eru leikin af Isabelu Moner, Juliönnu Gamiz og Gustavo Quiroz sem fara á kostum í hlutverkum sínum þótt ung séu að árum.