Myndir mánaðarins MM Janúar 2019 Bíóhluti | Page 16

Holmes & Watson Engin lausn er of langsótt Það fer vel á því að tveir af skemmtilegustu leikurum Banda- ríkjanna hefji bíóárið 2019 með laufléttu gríni um einn snjall- asta morðgátusérfræðing allra tíma, Sherlock Holmes, og hinn sauðtrygga aðstoðarmann hans, lækninn John Watson. Hér fá þeir til rannsóknar morð sem er ekki búið að fremja og að sjálfsögðu er það prófessor Moriarty, erkióvinur Holmes, sem stendur að baki þeim óskunda. Leysa þeir málið í tíma? Sú sem prófessor Moriarty hyggst myrða er engin önnur en Vikt- oría Bretadrottning sem á þar með ekki annan kost í stöðunni en að leita á náðir Sherlocks og fá hann til að leysa málið og koma í veg fyrir morðið á sér. Það reynist hins vegar hægara sagt en gert auk þess sem þeir Sherlock og Watson eiga það til að taka verulega vanhugsuð hliðarspor sem oftast leiða þá í hinar mestu ógöngur ... Auk Wills Ferrell og Johns C. Reilly fara fjölmargir þekktir leikarar með hlutverk í myndinni, þ. á m. Ralph Fiennes sem leikur Moriarty prófessor, Kelly Macdonald sem leikur ráðskonu Holmes, ungfrú Hudson, Hugh Laurie sem leikur Mycroft, eldri bróður Sherlocks, Pam Ferris sem leikur Viktoríu drottningu, Rob Brydon sem leikur Lestrade lögregluforingja, Rebecca Hall og Steve Coogan. Þeim sem vilja taka forskot á grínið er bent á stórskemmtilega stikluna. Holmes & Watson Gamanmynd 89 mín Aðalhlutverk: Will Ferrell, John C. Reilly, Ralph Fiennes, Rebecca Hall, Kelly Macdonald, Hugh Laurie, Steve Coogan, Pam Ferris og Rob Brydon Leikstjórn: Etan Cohen Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 4. janúar John C. Reilly og Will Ferrell leika þá Watson lækni og Holmes spæjara. Punktar .................................................... Holmes & Watson er önnur bíómyndin sem Etan Cohen leikstýrir en sú fyrri var Get Hard sem einnig var með Will Ferrell í öðru aðal- hlutverkinu. Etan á einnig að baki nokkur handrit, t.d. handrit uppáhaldsmyndar margra, Tropic Thunder sem Ben Stiller leikstýrði 2008. Etan skrifar svo einnig handritið að Holmes & Watson. l Frá upptökum á myndinni en hér ræðast þeir Holmes og Watson við fyrir utan íbúð Holmes og vinnustað á 221b Baker Street í London. Veistu svarið? Þeir Will Ferrell og John C. Reilly hafa eins og flestir aðdáendur þeirra vita margoft leikið saman áður, m.a. í grínsmellunum Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby (2006) og Step Brothers (2008). Hver leikstýrði þeim í síðarnefndu myndinni? Þeir Watson og Holmes taka upp á ýmsu í myndinni, m.a. þeirri nýlundu að taka sjálfu með Viktoríu drottningu (Pam Ferris). Adam McKay. 16 Myndir mánaðarins