Myndir mánaðarins MM Janúar 2019 Bíóhluti | Page 12

Nú árið er liðið ... Óvæntustu stórsmellir ársins Þeir sem fylgjast vel með kvikmyndum og kvikmyndabransanum kannast við svokallaðar „sleeper hit“-myndir, þ.e. myndir sem er ekki spáð neinum sérstökum vinsældum, eða jafnvel myndir sem fáir hafa heyrt af að væru í framleiðslu fyrir utan aðstandendur, en verða síðan þegar þær koma í bíó að stórsmellum. Oftast er um að ræða myndir sem gerðar eru fyrir tiltölulega lítinn pening en ná svo inn tekjum sem nema margfaldri þeirri upphæð og skila þeim sem kostuðu þær gríðarlegri ávöxtun í prósentum talið, en einnig geta „sleeper hit“-myndir verið myndir sem talsvert var í lagt en verða svo miklu vinsælli en nokkur hafði vonast eftir. Kvikmyndin Mad Max frá árinu 1979 varð á sínum tíma stærsta „sleeper hit“-mynd allra tíma og hélt þeim titli allt þar til myndin The Blair Witch Project sló metið árið 1999 og á það enn. Önnur góð dæmi um stærstu „sleeper hit“-myndir kvikmyndasögunnar eru Easy Rider, One Flew Over the Cuckoo’s Nest, Napoleon Dynamite, My Big Fat Greek Wedding, Juno, There’s Something About Mary, The Sixth Sense, Paranormal Activity, Nightmare on Elm Street, The Rocky Horror Picture Show, Saw, Scream, Halloween (fyrri myndin), Ace Ventura: Pet Detective og svo mætti reyndar lengi, lengi telja. Þótt árið 2018 sé auðvitað ekki fulluppgert þegar þetta er skrifað er nokkuð ljóst að myndirnar A Quiet Place, Crazy Rich Asians, Bohemian Rhapsody og The Meg tilheyra þeim myndum sem geta talist „sleeper hit“-myndir ársins enda er það ljóst að þær munu skila ávöxtun sem fer langt fram úr öllum fyrirfram spám og um leið langt umfram allar vonir jafnvel bjartsýnustu fjárfesta. Stjörnuskot ársins – karl Eins og alltaf í þessum flokki koma ýmsir til greina sem stóðu sig svo vel í mynd eða myndum á árinu að stjarna þeirra hækkaði verulega á himinfestingu hinna frægu en við höldum samt að á engan sé hallað þegar við útnefnum bandaríska leikarann Rami Said Malek sem sigurvegara í flokknum. Rami kom, lék, söng, sá og sigraði alla áhorfendur í hlutverki Freddies Mercury í myndinni Bohemian Rhapsody með þeim árangri að stjarna hans þaut upp og hefur hann bæði nú þegar hlotið og verið tilnefndur til fjölda verðlauna fyrir vikið, þ. á m. til Golden Globe-verðlaunanna fyrir besta leik í aðalhlutverki karla. Rami, sem er 37 ára og af egypskum ættum, var samt ekki óþekktur fyrir enda á hann 15 ára leiklistarferil að baki, m.a. í nokkrum bíómyndum, en þekktastur var hann fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Robot sem hafði þegar fært honum tvær Golden Globe-tilnefningar árin 2016 og 2017. Með frammistöðu sinni í Bohemian Rhapsody má reikna með að við fáum að sjá miklu meira af honum á stóra tjaldinu næstu árin og óskum við honum að sjálfsögðu velfarnaðar til framtíðar. Stjörnuskot ársins – kona Tekjuhæsti leikari ársins Við sögðum frá hér á síðustu blaðsíðu að George Clooney væri tekjuhæsti leikari ársins en af því að hann hagnaðist fyrst og fremst í viðskiptum þá er sjálfsagt að geta þess að sá sem þénaði mest fyrir leik er enginn annar en besti vinur alls lífs á Jörðu, Dwayne „The Rock“ Johnson. Samkvæmt Forbes þáði hann frá júní 2017 til júní 2018 heilar 124 milljónir dollara í tekjur eða um 15,5 milljarða íslenskra króna og eru það ekki bara hæstu tekjur ársins fyrir leik heldur hæstu tekjur sem nokkur leikari hefur nokkurn tíma fengið fyrir leik á einu ári. Þess ber að geta á ný að þetta eru tekjur fyrir skatta, gjöld og kostnað og það sama gildir um 81 milljón dollarana sem Robert Downey vann sér inn, 64,5 milljón dollarana sem Chris Hemsworth fékk, 45,5 milljón dollarana hans Jackies Chan og 42 milljón dollarana sem Will Smith fékk útborgað, auk 39,5 milljónanna hans Adams Sandler ... og 34 milljóna Chris Evans. 12 Myndir mánaðarins Eins og á við um Rami Malik þá var bandaríska leikkonan Con- stance Wu alls ekki óþekkt þegar hún tók að sér að hlutverk hinnar viðkunnanlegu Rachel Chu í rómantísku gamanmyndinni Crazy Rich Asians sem farið hefur sigurför um heiminn frá því hún var frumsýnd í september. En eins og í tilfelli Ramis hafði leikferill hennar þó að mestu verið bundinn við sjónvarp og þar af var hún langþekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Eastsiders og Fresh Off the Boat. Fyrir leik sinn í þeim hafði hún verið tilnefnd til fjölda verðlauna og nú, með frábærri frammistöðu sinni í Crazy Rich Asians, hefur hún bætt um betur með Golden Globe- tilnefningu fyrir besta leik ársins í aðalhlutverki bíómyndar. Con- stance, sem er 36 ára og af tævönskum ættum, hefur í kjölfar vel- gengni Crazy Rich Asians vart haft við að taka við tilboðum og verður gaman að sjá hvernig hún spilar úr þeim risatækifærum á næstu árum og þeirri stöðu sem hún er skyndilega komin í. Við óskum henni að sjálfsögðu einnig alls hins besta á því ferðalagi.