Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 Bíóhluti | Page 8

Bíófréttir – Væntanlegt The Informer frumsýnd í mars Bókin Þrjár sekúndur eftir sænska tvíeykið Anders Roslund og Börge Hellström kom út árið 2009 og var rómuð sem ein albesta spennusaga þess árs enda var hún síðan þýdd á fjölda tungumála, þ. á m. á íslensku. Þann 22. mars stendur til að frumsýna mynd sem byggð er á þessari sögu og hefur hún hlotið heitið The Informer. Þar fer sænski leikarinn Joel Kinnaman með hlutverk uppljóstrara að nafni Pete Koslow sem óhætt er að segja að lendi á milli steins og sleggju þegar hann neyðist til að láta loka sig inni í fangelsi svo hann geti nálgast harðsvírað glæpagengi innan frá. Fram að því hafði fjölskylda hans ekki haft hugmynd um við hvað hann starfaði og lendir í framhaldinu í stórhættu á meðan Pete er lokaður inni. Við förum ekki nánar út í óvæntan og æsispennandi söguþráðinn hér en The Informer er leikstýrt af Andrea Di Stefano sem gerði myndina Escobar: Paradise Lost og er framleidd af þeim sömu og framleiddu Sicario- myndirnar tvær. Kíkið endilega á kraftmikla stikluna úr myndinni sem er m.a. prýdd frábærri tónlist eftir Brooke og Will Blair. Jordan Peele, sem var best þekktur hér áður fyrr sem annar helmingur gríndúettsins Key and Peele, kom kvikmyndaheiminum verulega á óvart þegar hann sendi frá sér sína fyrstu bíómynd sem leikstjóri, Get Out, í mars 2017. Myndin sló hressilega í gegn eins og flestir vita og hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga, þ. á m. Óskarsverðlaunin fyrir besta frumsamda handritið. Síðan þá hafa menn beðið spenntir eftir næstu mynd kappans og þann 22. mars er komið að frumsýningu hennar. Hún heitir einfaldlega Us og segir frá fjögurra manna fjölskyldu sem skellir sér í frí niður á strönd þar sem hún ætlar að hafa það náðugt í nokkra daga. Sú áætlun fer fyrir lítið þegar vægast sagt dularfullir gestir fara að gera fjölskyldunni lífið leitt, en þessir gestir eru einhvers konar spegilmynd af þeim sjálfum, nema bara eins ill útgáfa af þeim og framast getur orðið. Með aðalhlutverkin fara þau Lupita Nyong’o, Winston Duke, Shahadi Wright Joseph og Evan Alex sem öll leika tvöföld hlutverk, þ.e. umrædda fjölskyldu og hinar illu spegilmyndir hennar. Kíkið á frábæra stikluna. Fjórar fjölskyldumyndir í mars læðingi kröftugan dreka sem býr í veröld sem enginn veit hvar er. Til að sigra varginn vonda verða þeir Hiksti og Tannlaus að finna veröldina dularfullu á undan honum og ná til drekans. Önnur er glæný teiknimynd um kempurnar Ástrík og Steinrík sem þurfa einnig að leggjast í langferð ásamt Sjóðríki til að finna sérstakan galdradrykk, en án hans óttast Sjóðríkur að ekki verði hægt að tryggja öryggi Gaulverjabæjar til framtíðar. Fjórða myndin er svo gerð eftir einni af barnabókum þýska rithöfundarins Michaels Ende sem er einna þekktastur fyrir að skrifa sögurnar Mómó og Söguna endalausu sem báðar hafa komið út í íslenskri þýðingu. Myndin er gerð eftir sögunni Jim Knopf und Lukas der Lokomotivführer sem kom út árið 1960 og var m.a. þýdd á ensku undir heitinu Jim Button and Luke the Engine Driver. Að lokum viljum við svo nefna að glæný stikla var frumsýnd úr Dumbo fyrir skömmu sem gefur góða vísbendingu um hvaða töfrar eru þar á ferðinni undir stjórn Tims Burton og hvetjum við að sjálfsögðu alla á öllum aldri til að kynna sér hana á netinu. Það er óhætt að segja að mars verði fjölskylduvænn mánuður fyrir kvikmyndahúsagesti en þá stendur til að frumsýna fjórar góðar fjölskyldumyndir, þ. á m. Disney-myndina Dumbo þar sem leiknum og teiknuðum atriðum er skeytt saman á listilegan hátt. Við fáum einnig að sjá þriðju Að temja drekann sinn-teiknimynd- ina, eða How to Train Your Dragon 3 sem frumsýna á strax í byrjun mars og hefur undirheitið Leyniveröldin. Þar hittum við á ný þá Hiksta og Tannlausan sem lenda nú í æsilegu kapphlaupi við illan varg sem ætlar sér að drottna yfir öðrum eftir að hann leysir úr 8 Jordan Peele snýr aftur Myndir mánaðarins