Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 Bíóhluti | Page 6

Bíófréttir – Væntanlegt Slær Captain Marvel metið? BAFTA- og Óskarsverðlaunin framundan Febrúar er runninn upp eins og hann gerir iðulega á þessum árs- tíma og honum fylgja ýmsar venjubundnar kvikmyndakrásir, svo sem bresku BAFTA-verðlaunin sem afhent verða 10. febrúar og svo aðalverðlaun ársins í kvikmyndabransanum, sjálf Óskarsverðlaunin, sem verða afhent í Dolby-leikhúsinu í Hollywood sunnudaginn 24. febrúar ... sem þýðir reyndar aðfaranótt 25. febrúar fyrir okkur Íslendinga þar sem við erum nokkrum klukkustundum á undan þeim þarna í Hollywood. Þar sem við höfum ekki mikið pláss hér á þessum upphafssíðum blaðsins að þessu sinni og ítarlega hefur verið, og verður, fjallað um báðar þessar verðlaunahátíðir og til- nefningarnar til verðlaunanna í öðrum miðlum látum við nægja að benda á að nokkrar þeirra mynda sem tilnefndar eru verða á dagskrá kvikmyndahúsanna í mánuðinum, nokkrar þeirra verða gefnar út á sjónvarpsleigunum eins og sjá má hinum megin í blað- inu og nokkrar eru meira að segja þegar komnar út. Tom Hardy snýr aftur sem Venom Sony-kvikmyndarisinn lét þau boð út ganga á dögunum að ákveðið hefði verið að gera nýja Venom-mynd og kom sú frétt fáum á óvart þar sem fyrsta myndin sem frumsýnd var síðastliðið haust varð feikivinsæl og halaði inn rúmlega 855 milljónir dollara í kvikmyndahúsum heimsins. Tom Hardy hefur verið ráðinn á ný til að leika þessa sérstöku ofurhetju á sinn sérstaka hátt og Kelly Marcel hefur verið ráðin til að skrifa söguna og fyrstu drög handritsins, eins og hún gerði í fyrri myndinni, en Kelly var jafnframt ein af aðalframleiðendum myndarinnar og verður það væntanlega á ný. Við vitum að sjálfsögðu ekki um hvað sagan verður nákvæmlega né hvenær myndin á að vera tilbúin en giskum á að stefnt sé að frumsýningu í september 2021. 6 Myndir mánaðarins Það bíða margir spenntir eftir næstu Marvel-mynd, Captain Marvel, sem verður frumsýnd 8. mars og er um leið 21. myndin í hinum sameinaða ofurhetjuheimi Marvel. Þá erum við ekki bara að tala um fjölmarga aðdáendur myndaflokksins heldur og aðstandendur myndarinnar sem vonast ekki bara eftir að hún verði vinsæl heldur að hún nái alla leið inn á topp 5-listann yfir vinsælustu myndirnar í seríunni hingað til, en þar sitja nú fyrir Avengers-myndirnar þrjár ásamt myndunum Black Panther og Iron Man 3. Um upprunasögu er að ræða, þ.e. söguna um hvernig orrustuflugmaðurinn Carol Danvers varð að Captain Marvel, og er ekki seinna vænna að kynna sér það því hún mun væntanlega verða ein aðalhetjan í næstu Avengers-mynd, Endgame, sem frumsýna á í lok apríl. Við hér á Myndum mánaðarins vitum ekki nákvæmlega hvar í tímaröð Marvel-sagnanna Captain Marvel er en þó er ljóst að hún gerist fyrir löngu eins og komið hefur fram í stiklunum þar sem Samuel L. Jackson, sem leikur Nick Fury, er yngdur hressilega upp með nýjustu tækni, a.m.k. um þrjátíu ár. Við skoðum málið að sjálfsögðu betur í næsta blaði, marsblaðinu. Tvær myndir í einu Leikstjórinn, handritshöfundurinn og Óskarsverðlaunahafinn Christopher McQuarrie sem gerði síðustu tvær Mission Impossible- myndir, Rogue Nation og Fallout, landaði fyrir skömmu samningi við Paramount-kvikmyndaverið um að gera einnig tvær næstu myndir seríunnar og ekki nóg með það heldur mun hann gera þær á sama tíma, eða „Back-to-Back“ eins og slík vinnubrögð eru kölluð í Hollywood og voru síðast viðhöfð við gerð Avengers- myndanna Infinity War og Endgame. Um leið hefur Tom Cruise auðvitað tilkynnt að hann snúi aftur sem hinn ódrepandi Ethan Hunt og búið er að ákveða að fyrri myndin verði frumsýnd sumarið 2021 og sú seinni sumarið 2022. Þetta eru auðvitað fínar fréttir fyrir aðdáendur Toms og Mission Impossible-myndanna, en jafnframt valda þær áhyggjum því hvernig í ósköpunum ætla þeir Christopher og Tom að fara að því að toppa hasarinn í Fallout? Við segjum þetta auðvitað í gríni enda engin ástæða til að ætla annað en að þeir félagar, og allir aðrir sem komið hafa að gerð þessara mynda, ráði við þetta nýja verkefni, og það með miklum glans!