Myndir mánaðarins MM Desember 2019 Bíóhluti | Page 8

Bíófréttir – Væntanlegt Sextán árum eftir að þeir Martin Lawrence og Will Smith gerðu það gott sem löggurnar Marcus og Michael í Bad Boys II mæta þeir aftur á svæðið til að binda einn lausan enda sem varð eftir. Greitt fyrir gamlar gjörðir Árið 1995 var gott og gjöfult kvikmyndaár fyrir bandarískar myndir og einn af óvæntustu smellum þess árs varð grín- og hasarmyndin Bad Boys sem um leið var fyrsta bíómynd leikstjóra að nafni Michael Bay. Þeir Martin Lawrence og Will Smith léku aðalhlutverkin, æsku- og lögreglufélagana Marcus og Michael, og var Martin á þeim tíma mun þekktari leikari en Will sem hafði þó gert það gott í sjónvarpsþáttunum The Fresh Prince of Bel-Air. Myndin aflaði þeim báðum ómældra alþjóðlegra vinsælda og má segja að Will hafi síðan gulltryggt sess sinn á meðal Hollywood-stórstjarnanna með leik í næstu myndum, Independence Day, Men in Black og Enemy of the State. Árið 2003 var svo gerð framhaldsmynd, Bad Boys II, sem varð tvöfalt vinsælli en sú fyrri og áttu því allir von á að þriðja myndin fylgdi í kjölfarið. Það stóð líka alltaf til en gekk samt ekki upp af ástæðum sem of langt mál væri að rekja hér ... fyrr en í ársbyrjun 2017 þegar grænt ljós var gefið á gerð myndarinnar og allir voru klárir. Bad Boys For Life verður frumsýnd um miðjan janúar og geta áhugasamir fengið forsmekkinn í tveimur stiklum sem komnar eru á netið. Þeir Michael og Marcus þurfa að snúa bökum saman á ný þegar albanskur málaliði hyggst gjalda líku líkt og hefna bróður síns sem þeir felldu í einni af aðgerðum sínum fyrir sextán árum. 8 Myndir mánaðarins Það er Robert Downey Jr. sem leikur Dagfinn dýralækni og eins og sjá má hér fyrir ofan talar hópur þekktra breskra og bandarískra leikara fyrir helstu dýrin sem koma við sögu. Dagfinnur dýralæknir Ævintýra- og fjölskyldumyndin Dolittle eftir Óskarsverðlaunahafann Stephen Gaghan verður, ef áætlun gengur eftir, frumsýnd 17. janúar og það er enginn annar en Robert Downey Jr. sem leikur titilpersónuna, dýralækninn Dolittle eða Dagfinn dýralækni eins og hann hefur ætíð verið kallaður á íslensku. Upplýs- ingar um söguþráð myndarinnar eru enn sem komið er litlar en eftir því sem okkur hér á Myndum mánaðarins skilst best er myndin að mestu byggð á annarri skáldsögu rithöfundarins Hughs Lofting (1886–1947) um Dagfinn og ævintýri hans, The Voyages of Doctor Dolittle, sem var gefin út árið 1922, tveimur árum eftir að fyrsta bókin um hann kom út. Sé það rétt þá er um að ræða sömu sögu og myndin Dr. Dolittle frá árinu 1967 var byggð á en hún var með Rex Harrison í hlutverki Dagfinns og naut á sínum tíma mikilla vinsælda í bíóhúsum um allan heim. Þess ber að geta að Dr. Dolittle-myndirnar sem Eddie Murphy lék í á árunum 1998 og 2001 sóttu aðeins heitið og hugmyndina í sögur Hughs Lofting en voru ekki byggðar á neinni af bókum hans. Upprunalegu sögurnar um Dagfinn gerast á árunum 1820 til 1840 og fjallaði fyrsta bókin, The Story of Dr. Dolittle, fyrst og fremst um tildrög þess að Dagfinnur lærði að tala dýramál við dýrin og hvers vegna hann kaus frekar félagsskap þeirra en manna. Í bók númer tvö, The Voyages of Doctor Dolittle, hélt hann hins vegar út í heim og lenti í hinum ótrúlegustu ævintýr- um þar sem fjöldi ólíkra dýra frá öllum heimsálfum og svæðum komu við sögu. Fyrsta smástikla myndarinnar er komin út og gefur sannarlega góða von um að hér sé á ferðinni ævintýramynd sem eigi eftir að gera það gott. Kíkið á hana.