Myndir mánaðarins MM Desember 2019 Bíóhluti | Page 20

Hodja og töfrateppið Töfrateppið fljúgandi Hodja er persneskur strákur sem dreymir um að sjá sem allra mest af veröldinni sem allra fyrst. Þegar hann uppgötvar að teppi sem allir héldu að væri bara venjulegt teppi er í raun töfrateppi sem flýgur má segja að hann telji sig himin hafa höndum tekið. En þeir reynast margir sem girnast teppið. Hodja og töfrateppið er nýjasta mynd danska teiknimyndahöfund- arins Karstens Kiilerich sem gert hefur bæði bíómyndir og sjón- varpsseríur allt frá árinu 1987 og sendi síðast frá sér teiknimyndina Litla vampíran sem var sýnd í kvikmyndahúsum fyrir tveimur árum. Eitt það fyrsta sem Hodja gerir eftir að hann uppgötvar töfrateppið er að fljúga á því til borgarinnar. Þar eignast hann góða vinkonu en lendir jafnframt í klípu þegar ágjarn soldán krefst þess að teppið verði sitt og er tilbúinn að gera hvað sem er til að eignast það ... Punktar .................................................... l Hodja og töfrateppið er byggð á fjórðu barnabók danska kennar- ans og rithöfundarins Ole Lund Kirkegaard (1940–1979) sem kom út árið 1970, en eftir Ole liggja fjölmargar þekktar sögur eins og Gúmmí-Tarsan, Ottó nashyrningur, Fúsi froskagleypir, Flóðhestur á heimilinu, Kalli kúluhattur, Ég, afi og Jóla-Stubbur og margar fleiri. Hodja og töfrateppið Teiknimynd / Fjölskylduskemmtun 81 mín Íslensk talsetning: Árni Beinteinsson, Agla Bríet Einarsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Hjálmar Hjálmarsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Valdís Eiríksdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Bjarki Kristjánsson, Hjalti Rúnar Jónsson og Ársæll Karl Ingólfsson Þýðandi: Matthías Kristjánsson Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 6. desember 20 Myndir mánaðarins