Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 26

Searching – Álög drekans Hvað kom fyrir Margot? Þegar David Kim vaknar einn morguninn sér hann að 16 ára dóttir hans Margot hefur þrisvar reynt að hringja í hann um nóttina. Þegar hún skilar sér svo ekki heim um kvöldið og svarar ekki símanum kallar hann á lög- regluna og hefst síðan sjálfur handa við að rannsaka hvað um hana varð. Þar sem enginn af félögum Margotar veit neitt um ferðir hennar ákveður Kim að brjótast inn í fartölvu hennar og skoða þau gögn sem þar eru, m.a. samskipti hennar á samfélagsmiðlum, í von um að grafa upp vísbendingar um hvað hún hafi verið að gera þegar hún hvarf. Með aðstoð lögreglukonunnar Rosemary Vick tekur hann smám saman að raða saman brotunum og kemst að því um leið að hann vissi í raun ekki neitt um dóttur sína, lífið sem hún lifði og gjörðir hennar ... Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - IGN HHHH - Wrap HHHH - IndieWire HHHH - Empire HHHH - T. Out HHHH - R. Stone HHHH - H. Reporter Searching hefur fengið afar góða dóma margra gagnrýnenda, er með 7,1 í meðaleinkunn á Metacritic, 7,8 á Imdb og 7,3 á Rotten Tomatoes. l Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin á Sundance-kvikmyndahátíðinni síð- astliðinn vetur og þau Aneesh Chaganty leikstjóri og Sev Ohanian handritshöfundur hlutu Alfred P. Sloan-verðlaunin á sömu hátíð. l 102 VOD mín Aðalhlutverk: John Cho, Debra Messing, Joseph Lee og Michelle La Leikstjórn: Aneesh Chaganty Útgef.: Sena Spenna / Ráðgáta Við mælum heilshugar með þessari æsispennandi ráðgátu við alla sem kunna að meta myndir þar sem reynir á athyglisgáfu áhorfendans. l 13. desember John Cho leikur föðurinn David sem leggur allt í sölurnar við að hafa uppi á dóttur sinni. Lítil hetja – risastórt ævintýri Nikki er strákur sem dreymir um að verða stór og sterkur og takast á við dreka eins og pabbi hans hafði gert einu sinni. Dag einn er hann fluttur fyrir töfra inn í hið ægifagra land drekanna og fær um leið tækifæri til að láta drauma sína rætast. Álög drekans kemur út á DVD og á sjónvarps- leigunum 13. desember og er kjörin skemmtun fyrir yngstu aldurshópana sem láta dreka ekki hræða sig. Ferð Nikka inn í ævintýralandið á nefnilega eftir að reyna verulega á hugrekki hans því að það er eitt að láta sig dreyma um hetjudáðir og annað að mæta alvörudreka! Punktar ...................... Álög drekans er að sjálfsögðu talsett á íslensku og á meðal þeirra sem ljá persónunum raddir sínar eru Hjálmar Hjálmarsson, Steinn Ármann Magnús- son, Viktor Már Bjarnason, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Hálfdán Helgi Matthíasson, Álfrún Helga Örnólfs- dóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Íris Tanja Flygenring, Stefanía Svavars- dóttir og Magnús Ólafsson. l DVD VOD 85 mín Íslensk talsetning Leikstjórn: Sigurður Árni Ólason Útgefandi: Myndform Teiknimynd 26 Myndir mánaðarins 13. desember Myndin, sem er frá Úkraínu, hlaut úkraínsku kvikmyndaverðlaunin í fyrra sem besta teiknimynd ársins. l