Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 25

Peppermint Hefnd er eina réttlætið Hvað tekur maður til bragðs þegar réttarkerfið bregst alger- lega og leyfir miskunnarlausum morðingjum að sleppa við að taka afleiðingum gjörða sinna? Það þarf Riley North að ákveða. Spennu- og hasarmyndin Peppermint segir frá Riley North sem upplifir veröld sína hrynja til grunna þegar eiginmaður hennar og ung dóttir þeirra eru myrt af byssumönnum voldugs glæpa- og eiturlyfjakóngs sem einnig hefur marga lögreglumenn í vasanum. Eins og það hafi ekki verið nógu slæmt þá verður það verra þegar morðingjarnir eru látnir lausir af gerspilltum dómara sem þykist ekki geta réttað yfir þeim vegna „skorts á sönnunargögnum“. Við það getur Riley North ekki sætt sig og ákveður því að breyta sér úr ósköp venjulegri millistéttarkonu í eins manns bardagasveit sem er staðráðin í að ganga á milli bols og höfuðs á hinum seku ... Peppermint Jennifer Garner leikur Riley North sem er staðráðin í að láta þá sem myrtu eiginmann hennar og dóttur gjalda fyrir misgjörðir sínar, svo og þá spilltu lögreglumenn sem hylmdu yfir með þeim seku og ekki síst dómarann sem sleppti þeim lausum þrátt fyrir augljósa sekt. Spenna / Hasar DVD 102 VOD mín Aðalhlutverk: Jennifer Garner, John Gallagher Jr., Tyson Ritter, Juan Pablo Raba, Method Man, Richard Cabral, Annie Ilonzeh og Michael Mosley Leikstjórn: Pierre Morel Útgefandi: Myndform 13. desember Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar er Pierre Morel sem á m.a. að baki hinar þrælgóðu myndir Banlieue 13 (District 13) og fyrstu Taken-mynd- ina, en þessar tvær myndir eru tvímælalaust í hópi betri spennu- og hasarmynda sem gerðar hafa verið á þessari öld. l Handritið að Peppermint er eftir Chad St. John sem skrifaði m.a. handritin að London Has Fallen og hinni væntanlegu vísindaskáld- sögu Replicas sem skartar Keanu Reeves í aðalhlutverki. l Veistu svarið? Jennifer Garner hóf leikferil sinn árið 1995 og sló svo í gegn í sjónvarpsþáttunum Alias sem hófu göngu sína 1998. Síðan þá hefur hún leikið í mörgum góðum myndum, þ. á m. einni þar sem mótleikari hennar var Leonardo DiCaprio. Hvaða mynd var það? Riley North mun ekki sýna andstæðingum sínum neina miskunn. Catch Me If You Can. Myndir mánaðarins 25