Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 18

Mæja býfluga Hver einasta býfluga telur Allir krakkar þekkja hinar ljúfu og vel gerðu teiknimyndir um Mæju býflugu og ævintýrin sem hún lendir í á hverjum degi ásamt félögum sínum, enda hafa þær verið sýndar í sjónvarpi. Þessi mynd er fyrsta myndin um Mæju og félaga í fullri lengd. Mæja er einstaklega kát og skemmtileg býfluga sem nýtur lífsins út í ystu æsar. Það eina sem hún er ekki sátt við er að þurfa að strita allan daginn við býflugnabúið í stað þess að leika sér. Ekki það að Mæja vilji ekki leggja sitt af mörkum, en hún vill líka fá frí til að skoða heiminn utan við búið. Í þessari mynd fáum við því að sjá hvernig það vildi til að Mæja flutti úr býflugnabúinu og kynntist heiminum fyrir utan og öllum félögunum sínum í fyrsta sinn ... Mæja býfluga Teiknimynd DVD VOD 89 mín Íslensk talsetning: Erlen Isabella Einarsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Íris Tanja Flygenring, Bryndís Ásmundsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir, Viktor Már Bjarnason, Steinn Ármann Magnússon, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þórhallur Sigurðsson, Hjálmar Hjálmarsson, Grétar Orri Tómasson og Þorsteinn Ari Þorsteinsson Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Útgefandi: Myndform 6. desember 18 Myndir mánaðarins