Myndir mánaðarins MM Desember 2018 Bíóhluti | Page 30

Second Act Gríptu tækifærið! Maya er komin á fimmtugsaldur og er föst í láglaunavinnu í stórmarkaði enda hefur hún hvorki menntun né reynslu til að geta sótt um betur launuð störf og finnst eins og hún sé í blindgötu með líf sitt. Dag einn breytist allt þegar einkarekið fjármálafyrirtæki býður henni fyrir misskilning hálaunað starf. Reyndar er ekki um alveg tóman misskilning að ræða því eiginmaður bestu vinkonu Mayu hafði tekið upp á því að falsa bæði ferilskrá hennar og samfélagsvefi auk þess að sækja um vinnuna fyrir hana. Maya veit því ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar hún er kölluð í viðtal en ákveður að láta reyna á svindlið þegar á hólminn er komið. Eins og gefur að skilja lendir hún fljótlega í miklum vandræðum í starfinu enda eru miklar kröfur gerðar til hennar, kröfur sem hún í fyrstu hefur ekki hugmynd um hvernig á að mæta. En eftir því sem mótlætið verður meira því ákveðnari verður Maya að leggja ekki árar í bát, ná tökum á starfinu og sýna um leið hvað í henni býr ... Second Act Rómantísk gamanmynd Leah Remini leikur vinnufélaga og besta vin Mayu og hvetur hana til að grípa tækifærið sem gefst þegar henni er fyrir misskilning (og falsaða ferilskrá) boðin hálaunuð staða hjá fjárfestingarfyrirtæki. 103 mín Aðalhlutverk: Jennifer Lopez, Leah Remini, Milo Ventimiglia, Vanessa Hudgens, Freddie Stroma, Treat Williams, Dave Foley, Annaleigh Ashford, Larry Miller og Dan Bucatinsky Leikstjórn: Peter Segal Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 26. desember Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar, Peter Segal á margar góðar og vinsælar myndir að baki, m.a. grínmyndirnar Tommy Boy, 50 First Dates, Anger Management, The Longest Yard, Get Smart og Grudge Match. l Verslunin sem þær May og Joan vinna í er útibú Food Bazaar Supermarket á Long Island. Var sú leið farin að taka upp atriðin sem gerast þar á venjulegum verslunartíma þannig að sumar bak- grunnspersónurnar eru í raun bara almennt fólk að versla. l Vanessa Hudgens leikur stórt hlutverk í myndinni. Veistu svarið? Treat Williams, sem leikur yfirmann Mayu hjá fjár- málafyrirtækinu, á rúmlega fjörutíu ára leikferil að baki. Fullyrða má að hann hafi fyrst slegið í gegn í aðalhlutverki frægrar myndar sem var leikstýrt af Milos Forman árið 1979. Hvaða mynd var það? Milo Ventimiglia leikur eiginmann Mayu sem styður hana, sama hvað. Hair. 30 Myndir mánaðarins