Myndir mánaðarins MM Desember 2018 Bíóhluti | Page 22

Aquaman Konungur hafsins Aquaman er mynd sem ofurhetjuaðdáendur um allan heim hafa beðið eftir en hún verður heimsfrumsýnd á Íslandi 19. desember. Hér er um upprunasögu að ræða sem hefst þegar Arthur Curry, öðru nafni Aquaman, er aðeins þriggja ára og fer fyrsti hluti myndarinnar í að sýna hvernig hann kemst að því að hann er hinn eini sanni kon- ungur sjávarborgarinnar Atlantis. Arthur er í fyrstu ekkert allt of hrifinn af þeirri ábyrgð sem því fylgir en getur ekki hlaupist undan merkjum þegar hættur steðja að úr öllum áttum sem ekki bara ógna Atlantis og íbúum sjávarins heldur og öllu mannkyninu. Þá kemur sér vel að hann býr að ógnarkröftum, getur stjórnað sjávarföllunum, synt á hljóðhraða og talað við dýrin sem búa í hafinu auk þess sem hann nýtur ómetanlegrar aðstoðar sjávarprinsessunnar Meru sem gefur honum lítið eftir hvað ofurkrafta varðar. En andstæðingarnir eru líka öflugir, þar á meðal Ormur hálfbróðir Arthurs sem vill sam- eina hin sjö konungsríki hafsins og segja mannkyninu stríð á hend- ur enda telur hann mannfólkið bera ábyrgð á hnignun hafsins. Þá skelfilegu áætlun verður Aquaman að stöðva hvað sem það kostar ... Aquaman Ævintýri / Ofurhetjur 143 mín Aðalhlutverk: Jason Momoa, Amber Heard, Nicole Kidman, Dolph Lundgren, Patrick Wilson, Willem Dafoe, Djimon Hounsou, Randall Park og Yahya Abdul-Mateen II Leikstjórn: James Wan Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Smárabíó, Ísa- fjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Eyjabíó, Króksbíó, Skjaldborgarbíó og Bíóhöllin Akranesi Frumsýnd 19. desember Arthur Curry, betur þekktur sem Aquaman, er leikinn af Jason Momoa. Punktar .................................................... Aquaman er sjötta myndin í hinum sameinaða ofurhetju- heimi DC-Comics á eftir Man of Steel, Batman v Superman: Dawn of Justice, Suicide Squad, Wonder Woman og Justice League en Aquaman kom einmitt fram í Batman v Superman: Dawn of Justice og Justice League. l Nicole Kidman var boðið að leika Hippolytu drottningu, móður Diönu Prince í Wonder Woman, en þurfti að hafna því á sínum tíma. Hún var svo aftur fyrsti kostur James Wan í hlutverk drottningarinnar Atl- önnu, móður Arthurs Murphy og Orms, og samþykkti það strax enda hafa hún og James Wan verið bestu vinir um árabil. l Patrick Wilson leikur hálfbróður Aquamans, Orm, sem er núverandi konungur Atlantis og hefur uppi áætlun um að útrýma mannkyninu. Veistu svarið? Þótt leikstjóri Aquaman, James Wan, sé af kínverskum og malasískum uppruna, hafi fæðst í Malasíu og búi í Bandaríkjunum er hann opinberlega af allt öðru þjóðerni en þessum þremur. Hvert er þjóðerni hans? Aquaman er spáð miklum vin- sældum Í bíó og verður gaman Amber Heard leikur prinsessuna að sjá hvort henni tekst að Meru sem eins og Aquaman ræður yfir mögnuðum ofurkröftum. toppa Wonder Woman í aðsókn. l Hann er Ástrali. 22 Myndir mánaðarins