Myndir mánaðarins MM Desember 2018 Bíóhluti | Page 18

The Sisters Brothers Morð er bara vinna The Sisters Brothers hlaut Silfurljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var tilnefnd til Gullna ljónsins sem besta mynd- in. Hún hefur enn fremur hlotið afar góða dóma gagnrýnenda og þeir eru margir sem telja hana í flokki bestu mynda ársins. The Sisters Brothers er kostuleg blanda af vestra og svartri kómedíu en hún gerist á tímum gullæðisins í Kaliforníu um miðja nítjándu öld. Þeir Joaquin Phoenix og John C. Reilly leika bræðurna Charlie og Eli Sisters sem hafa tekið að sér að elta uppi gullleitarmann og efnafræðing (að eigin sögn) að nafni Hermann Warm fyrir mann sem er alltaf kallaður „Commodore“ (Rutger Hauer) og fullyrðir að Hermann þessi hafi stolið af sér fé. Óhætt er að segja að ferð bræðranna og leit þeirra að Hermanni verði þyrnum stráð enda kemur í ljós að það eru fleiri en þeir sem vilja hafa hendur í hári hans. Ekki bætir úr skák að Eli, sem langar helst að hætta í þessum bransa og opna verslun, hefur miklar efasemdir um að þessi Commodore hafi verið að segja þeim sannleikann og Charlie er sífellt að detta í það með tilheyrandi hliðarsporum, töfum og alls konar veseni ... The Sisters Brothers Vestri / Svartur húmor Joaquin Phoenix og John C. Reilly leika Sisters-bræðurna Charlie og Eli sem taka að sér að finna og handsama efnafræðinginn og gullleitarmanninn eftirlýsta, Hermann Kermit Warm. 121 mín Aðalhlutverk: John C. Reilly, Joaquin Phoenix, Jake Gyllenhaal, Riz Ahmed, Rebecca Root, Allison Tolman, Rutger Hauer og Carol Kane Leikstjórn: Jacques Audiard Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 7. desember Punktar .................................................... HHHH 1/2 - Wrap HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - N.Y. Times HHHH 1/2 - H. Reporter HHHH 1/2 - Boston Globe HHHH - Slate HHHH - IndieWire HHHH - Time Out HHHH - Rolling Stone HHHH - The Guardian HHHH - CineVue HHHH - Screen Intl. Leikstjóri The Sisters Brothers er hinn margverðlaunaði Frakki Jacques Audiard sem gerði m.a. myndirnar Un prophète, Dheepan og De rouille et d’os (Ryð og bein) en hann skrifaði einnig handritið ásamt samstarfsmanni sínum til margra ára, Thomasi Bidegain. l Veistu svarið? Þetta er í annað sinn sem þeir Jake Gyllenhaal og Riz Ahmed leika saman í mynd en það gerðu þeir einnig í hinni frábæru mynd Nightcrawler eftir Dan Gilroy sem var frumsýnd 2014. En hvaða leikkona fór með aðalkvenhlutverkið í þeirri mynd? Riz Ahmed og Jake Gyllenhaal í hlutverkum sínum í The Sisters Brothers, en þeir leika þá Hermann Kermit Warm og John Morris. Rene Russo. 18 Myndir mánaðarins