Myndir mánaðarins MM Apríl 2019 Bíóhluti | Page 30

Avengers: Endgame Allar sögur enda Það er ekki ofsagt að aldrei áður hafi jafnmargt kvikmynda- áhugafólk beðið jafnspennt eftir nokkurri mynd og framhald- inu af Infinity War þar sem hinum máttuga Thanos tókst það illa ætlunarverk sitt að þurrka út helming alls lífs á jörðinni með einum fingrasmelli og krafti eilífðarsteinanna. Biðinni lýkur þegar Endgame verður heimsfrumsýnd á Íslandi 24. apríl. Það er fastlega reiknað með að Avengers: Endgame slái aðsóknar- met á sinni fyrstu sýningarhelgi en það met á nú fyrri myndin sem var frumsýnd á sama tíma í fyrra og endaði síðan í fjórða sæti listans yfir aðsóknarmestu myndir allra tíma. Mjög líklegt er að Endgame slái hana út í heildaraðsókn líka og geri jafnvel atlögu að öðru sætinu sem Titanic vermir í dag. Eins og allir sem þekkja til vita hefur söguþræðinum í Endgame verið haldið kirfilega leyndum og hefur það að sjálfsögðu átt sinn þátt í spennunni sem hefur myndast í kringum frumsýning- una. Viljum við minna alla þá sem verða með þeim fyrstu að sjá myndina að spilla henni alls ekki fyrir öðrum með því að segja frá því sem gerist í henni. Punktar .................................................... Eins og við höfum áður greint frá í blaðinu er allt útgefið kynn- ingarefni myndarinnar, þ.e. tvær stiklur, auglýsingin sem sýnd var í hálfleik úrslitaleiksins í bandaríska fótboltanum, Superbowl, og allar ljósmyndir úr fyrstu 15–20 mínútum myndarinnar. l Avengers: Endgame Ofurhetjur / Hasar ? mín Aðalhlutverk: Brie Larson, Scarlett Johansson, Chris Hemsworth, Chris Evans, Josh Brolin, Robert Downey Jr., Elizabeth Olsen, Karen Gillan, Evangeline Lilly, Tom Holland, Paul Rudd, Michelle Pfeiffer o.fl. Leikstjórn: Anthony og Joe Russo Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Laugarásbíó, Smárabíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó Frumsýnd 24. apríl Þegar þetta er skrifað er ekki búið að staðfesta hvað Endgame er löng en orðrómur er um að hún verði rúmir þrír tímar (185 mínútur). l Fyrri stiklan úr Endgame sló met þegar hún varð fyrsta YouTube- myndbandið til að fá milljón „læk“ innan fjögurra tíma. Í kjölfarið sló hún svo áhorfsmet þegar 289 milljón manns skoðuðu hana á fyrsta sólarhringnum, en það met átti Infinity War með 230 milljón áhorf. l Hermt er að Endgame sé síðasta myndin í Marvel-Universe-serí- unni áður en henni verður skipt upp í tvo aðskilda heima sem þó eiga eftir að blandast saman í myndum framtíðarinnar. Sagt er að næsta Spider-Man-mynd, Far From Home, sé upptaktur þessarar nýju seríu. Athugið að þetta er algjörlega óstaðfestur orðrómur. l Vegna ljósmyndar sem birtist úr setti þessarar myndar sem þótti grunsamlega lík settinu í 2012-myndinni Avengers Assemble giska margir spekingar á að Endgame innihaldi ferðalag aftur í tímann. l Vegna leyndarinnar sem hvílt hefur yfir söguþræði myndarinnar eru líkur á að kreditlistinn sem gefinn hefur verið út yfir leikarana sé ekki endanlegur og að nöfn ýmissa séu ekki birt til að leyna því að persónurnar sem þeir hafa leikið komi fram í myndinni. Hins vegar er þegar ljóst að a.m.k. sumar persónanna sem dóu eða „leystust upp“ í Infinity War snúa aftur í Endgame þótt áhöld séu um hvort þær komi fram í sögunni sjálfri eða í „flashbökkum“ ... eða jafnvel í fyrrnefndu tímaferðalagi ... ef það er þá í myndinni. l Veistu svarið? Avengers: Endgame er leikstýrt af bræðr- unum Anthony og Joe Russo en þeir gerðu einnig Infinity War og höfðu þar á undan gert tvær aðrar Marvel-myndir. Hvaða myndir? Captain America-myndirnar The Winter Soldier og Civil War. 30 Myndir mánaðarins Þess má að lokum geta til upprifjunar að þær meginpersónur sem dóu (eða virtust a.m.k. deyja) í Infinity War voru Loki, Hemdall, Collector, Gamora, Vision, Black Order, Spider-Man, Black Panther, Doctor Strange, Winter Soldier, Mantis, Groot, Drax, Peter Quill, Scarlet Witch, Falcon, Maria Hill og Nick Fury. l