Myndir mánaðarins MM Apríl 2019 Bíóhluti | Page 18

Shazam! Nýir kraftar – Nýtt hlutverk Billy Batson er 14 ára munaðarlaus strákur sem í byrjun sög- unnar er að flytja inn á sitt sjöunda fósturheimili eftir að hafa verið úthýst af því sjötta vegna slæmrar hegðunar, rétt eins og í hin fimm skiptin. Kvöld eitt þegar hann er á flótta undan strákum sem ætla að berja hann lendir hann í nokkurs konar hliðarveröld þar sem verulega dularfullur galdrakarl gefur honum krafta til að breyta sér í fullorðnu ofurhetjuna Shazam! Sagan um ofurhetjuna Billy Batson/Shazam! er ein elsta ofurhetju- sagan en persónan kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1939 og var með allra vinsælustu ofurhetjum á fimmta áratug síðustu aldar. Þetta er samt í fyrsta sinn sem gerð er kvikmynd í fullri lengd um þennan kostulega og gríðaröfluga karakter og um leið er Shazam! sjöunda myndin í ofurhetjuheimi DC-Comics. Til að byrja með hefur Billy/Shazam! ekki nokkra hugmynd um hvaða ofurkröftum hann býr yfir og því síður hvernig hann á að stjórna þeim. Sú þekking kemur auðvitað með reynslunni og ekki seinna vænna því framundan er barátta við hinn hræðilega dr. Thaddeus Sivana ... Shazam! Ofurhetjur / Gamanmynd 132 mín Aðalhlutverk: Zachary Levi, Jack Dylan Grazer, Asher Angel, Mark Strong, Djimon Hounsou, Grace Fulton, Cooper Andrews og Rosa Vasquez Leikstjórn: David F. Sandberg Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Laugarásbíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó Frumsýnd 5. apríl Jack Dylan Grazer leikur Freddy Freeman, fóstbróður Billys Batsons og þann eina sem þekkir leyndarmál hans. Billy er leikinn af Asher Angel þegar hann er fjórtán ára en svo tekur Zachary Levi við þegar hann breytir sér í Shazam! sem hefur úr mörgum ofurkröftum að velja. Punktar .................................................... Fyrir utan margar stuttmyndir á leikstjóri Shazam!, David F. Sand- berg, að baki bíómyndirnar Lights Out og Annabelle: Creation. l Nafnið Shazam! er myndað úr upphafsstöfum þeirra sem Billy Bat- son fær ofurkrafta sína frá, þ.e. Sólómons, Herkúlesar, Atlas, Seifs (Zeus), Akkilesar og Merkúrs, sem flestir tilheyra grískri goðafræði. l Mark Strong leikur vonda kallinn Thaddeus Sivana, en hann nýtur m.a. aðstoðar sjö púka sem heita í höfuðið á dauðasyndunum sjö. Veistu svarið? Þegar Shazam! kom fram á sjónarsviðið árið 1939 hét hann reyndar allt öðru nafni og fékk ekki Shazam!-heitið fyrr en árið 1972 þegar því var breytt vegna flókinna höfundarréttarmála. Hvað hét þessi ofurhetja upphaflega? Á meðal margra mismunandi ofurkrafta sem Shazam! býr yfir er máttur eldingarinnar en sá kraftur kemur beint frá Seifi sem var líka þrumuguð. Captain Marvel. 18 Myndir mánaðarins