Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 Bíóhluti | Page 29

Kona fer í stríð Stríð eru af öllum stærðum Halla er kór­stjóri á fimm­tugs­aldri sem ákveður að lýsa yfir sínu eigin stríði gegn allri mengandi stóriðju í land­inu. Hún ger­ist skemmd­ar­verkamaður og er til­bú­in að fórna öllu fyr­ir móður jörð og há­lendi Íslands, allt þar til munaðarlaus stúlka frá Úkra- ínu stígur inn í líf hennar. Að bjarga einu barni er að bjarga heiminum. En er það nóg? Kona fer í stríð er önnur bíómynd Benedikts Erlingssonar sem leik- stjóra en sú fyrri var myndin Hross í oss sem sló í gegn haustið 2013, hlaut síðan sex Edduverðlaun af fjórtán tilnefningum, þ. á m. sem besta mynd ársins, auk toppdóma gagnrýnenda og óteljandi verð- launa á alþjóðlegum hátíðum. Það er því sérstakt tilhlökkunarefni að fá að sjá þessa nýju mynd hans, en hún skartar Halldóru Geir- harðsdóttur í aðalhlutverki og verður frumsýnd 23. maí. Halldóra Geirharðsdóttir leikur kórstjórann Höllu sem ákveður að segja stóriðjunni stríð á hendur og leggja allt sitt í baráttuna. Kona fer í stríð Punktar .................................................... Hasar Þegar þetta er skrifað eru þær fréttir nýjar að Kona fer í stríð hafi verið val­in til þátt­töku á svokallaðri Critics‘ Week, einni af hliðardag­skrám hinn­ar virtu kvik­mynda­hátíðar í Cannes sem hefst formlega 8. maí. Þar verður hún heims­frum­sýnd 12. maí en fyrirfram er það mikill heiður fyrir aðstandendur kvikmyndar ef mynd þeirra er valin til sýninga á Critics‘ Week enda koma þúsundir kvikmynda frá öllum heimshornum til greina hverju sinni. Af þeim velja gagnrýnendurnir sem valnefndina skipa síðan aðeins sjö til sýningar. Það verður gaman að sjá hvaða viðtökur Kona fer í stríð hlýtur í Cannes. l 96 mín Aðalhlutverk: Hall­dóra Geir­h­arðsdótt­ir, Davíð Þór Jóns­son, Magnús Tryggva­son Eli­assen, Ómar Guðjóns­son og Jó­hann Sigurðsson Handrit: Benedikt Erlingsson og Ólafur Egilsson Leikstjórn: Benedikt Erlingsson Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 23. maí Mynd­in, sem er ís­lenskt/​franskt/​úkraínskt samvinnuverkefni, er fram­leidd af Mari­anne Slot, Bene­dikt Erl­ings­syni og Car­ine Leblanc og meðfram­leidd af Ser­ge Lavr­enyuk, Berg­steini Björg­úlfs­syni og Birgittu Björns­dótt­ur. Berg­steinn Björg­úlfs­son sá um stjórn kvik­ mynda­töku, Davíð Al­ex­and­er Corno klipp­ti mynd­ina og það er Davíð Þór Jóns­son sem samdi tónlistina fyrir hana. l Veistu svarið? Það mótmælir því sennilega enginn að Halldóra Geirharðsdóttir hefur verið á meðal fremstu og skemmtilegustu leikara Íslendinga um árabil. En vissuð þið að hún lék í sinni fyrstu bíómynd aðeins 11 ára að aldri árið 1979? Hvaða mynd var það? Benedikt Erlingsson leikstjóri og annar handritshöfundur myndarinnar. Punktur punktur komma strik. Myndir mánaðarins 29