Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 Bíóhluti | Page 19

Bókmennta- og kartöflubökufélagið
Hvað gerðist í Guernsey ?
Juliet Ashton er ungur og upprennandi rithöfundur í London árið 1946 sem í gegnum bréfaskipti við einn af meðlimum Bókmennta- og karöflubökufélags Guernsey-eyju fær mikinn áhuga á að kynna sér reynslu eyjaskeggja eftir að Þjóðverjar hertóku Guernsey í síðari heimsstyrjöldinni . Svo fer að hún ákveður að skella sér í heimsókn og skoða málið persónulega .
Það er ekki hlaupið að því að flokka mynd eins og Bókmennta- og kartöflubökufélagið í hina venjubundnu kvikmyndaflokka því um leið og hún byggir á sönnum og sögulegum atburðum inniheldur hún bæði grín , rómantík og dularfulla ráðgátu um atburði í síðari heimsstyrjöldinni sem eru hreint ekkert fyndnir . En þegar öllu er á botninn hvolft er myndin kannski fyrst og fremst um ást og vinskap enda hafa margir gagnrýnendur flokkað hana sem „ feel good “ -sögu, þ . e . einkar ánægjulega sögu sem skilur eftir sig góða og ríka tilfinningu hjá áhorfendum . En hvernig svo sem henni er lýst þá má fullyrða að hér er á ferðinni mynd fyrir flesta kvikmyndaunnendur og þá kannski alveg sérstaklega fyrir þá sem kunna að meta breskar sögur og kvikmyndagerð eins og hún gerist best ...
Bókmennta- og kartöflubökufélagið Gamanmynd / Rómantík / Saga
Aðalhlutverk : Lily James , Matthew Goode , Michiel Huisman , Jessica Brown Findlay , Tom Courtenay , Glen Powell , Penelope Wilton og Katherine Parkinson Leikstjórn : Mike Newell Bíó : Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri
124 mín
Frumsýnd 9 . maí
Lily James leikur rithöfundinn Juliet Ashton sem ákveður að fara til Guernsey og rannsaka hinar ýmsu sögur um samfélagið þar .
Punktar ....................................................
l Myndin er byggð á metsölubókinni The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society eftir þær Mary Ann Shaffer og Annie Barrows , en hún kom upphaflega út árið 2008 og síðan hjá Bjarti bókaútgáfu tveimur árum síðar í íslenskri þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur .
l Fjögur af þeim sem fara með stærstu hlutverkin í myndinni , þau Lily James , Jessica Brown Findlay , Matthew Goode og Penelope Wilton , léku öll í Downton Abbey .
Meðlimir Bókmennta- og kartöflubökufélagsins eru á öllum aldri og hér fær Juliet að bragða í fyrsta sinn á samnefndri böku .
Veistu svarið ? Leikstjóri myndarinnar , Mike Newell , á að baki margar góðar myndir eins og Donnie Brasco , Dance with a Stranger , Mona Lisa Smile og ekki síst eina vinsælustu bresku gamanmynd allra tíma sem var frumsýnd árið 1994 . Hvaða mynd er það ?
Four Weddings and a Funeral .
Um leið og Juliet uppgötvar hvað íbúarnir á Guernsey þurftu að ganga í gegnum í hernáminu þarf hún að takast á við eigin tilfinningar .
Myndir mánaðarins 19