Myndir mánaðarins Mars 2018 tbl. 290 Bíóhluti | Page 8

Myndasyrpa – Bíófréttir Black Panther slær met Vinsældir nýjustu Marvel-myndarinnar Black Panther hafa verið miklar og farið langt fram úr vonum manna en hún er þegar orðin mest sótta mynd allra tíma á fyrstu sýningarvikunni í febrúar og mun sennilega einnig slá aðsóknarmet viku tvö. Um leið er hún orðin aðsóknarmesta mynd svarts leikstjóra frá upphafi. Ryan Coogler hefur því góða ástæðu til að brosa breitt og þess má geta að það eru allar líkur á að hann muni leikstýra annarri Black Panther-mynd áður en langt um líður. Nýjasta Disney-myndin kynnt Ævintýramyndin A Wrinkle in Time verður frumsýnd í byrjun apríl og er búist við að hún muni njóta mikilla vinsælda en sagan er byggð á samnefndri bók Madeleine L’Engle sem kom út árið 1962 og var fyrsta bókin af nokkrum sem fjölluðu um ævintýri krakkahóps sem leituðu föður tveggja þeirra en hann hafði horfið sporlaust nokkrum árum áður þegar hann vann að vísindatilraun. Disney-fyrirtækið lét gera sjónvarpsmynd eftir þessari sögu árið 2003 en í þetta sinn var miklu meira lagt í gerð myndarinnar og verður gaman að sjá útkomuna 6. apríl. Meðfylgjandi mynd var tekin á kynningu á myndinni og eru þetta sex af aðalleikurunum, f.v. Oprah Winfrey, Mindy Kaling, Reese Witherspoon, Chris Pine, Storm Reid og Ava DuVernay. Hverjir fá Óskarsverðlaunin? Þegar þetta blað kemur út er tæp vika í að Óskarsverðlaunin 2018 verði afhent og verður spennandi að sjá hvaða myndir og fólk hljóta þessi eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaiðnaðarins að þessu sinni. Flestra augu eru sennilega á myndinni Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem hefur verið sigursæl á verðlaunahátíðum hingað til og landaði bæði Golden Globe- og BAFTA- verðlaununum sem besta mynd ársins, fyrir besta handrit, fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna og fyrir besta leik í aukahlutverki karla. Fái hún þessa fernu einnig á Óskarshá- tíðinni verður hún um leið fyrsta myndin til að gera það á öllum þessum þremur hátíðunum. En auðvitað getur allt gerst þegar Óskarinn er annars vegar og það eru mörg dæmi um að banda- ríska kvikmyndaakademían fylgi ekki öðrum verðlaunahátíð- um eftir, sérstaklega hvað varðar val á bestu mynd ársins. Á meðfylgjandi mynd sem var tekin eftir afhendingu BAFTA- verðlaunanna eru þau Martin McDonagh, leikstjóri og handrits- höfundur, framleiðendurnir Peter Czernin og Graham Broad- bent, og á milli þeirra leikararnir frábæru, Sam Rockwell og Frances McDormand. Hljóti Frances Óskarsverðlaunin, sem þykir meira en líklegt, verður það annar Óskarinn sem hún hampar en þetta er í fyrsta sinn sem Sam er tilnefndur. 8 Myndir mánaðarins Stór mætir stórum Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar þegar verið var að taka upp atriði í myndinni Rampage, en hún er nú svo gott sem tilbúin og verður frumsýnd í apríl. Dwayne Johnson leikur aðalhlut- verkið en leikarinn til hægri á myndinni heitir Jason Liles og er eins og sést út- búinn fyrir svokallað „hreyfigrip“, eða „motion capture“ á ensku þar sem tölvutæknin er notuð til að færa viðkomandi leikara í búning persónunnar sem hann leikur. Í þessu tilfelli er um apann Georg að ræða sem segja má að sé í öðru aðalhlutverki myndarinnar á móti Dwayne. Rampage er annars ævintýramynd, lauslega byggð á samnefndum tölvuleik sem leit fyrst dagsins ljós árið 1986 og naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Kíkið á stikluna!