Myndir mánaðarins Mars 2018 tbl. 290 Bíóhluti | Page 23

Gringo Úr öskunni í eldinn Harold Soyinka starfar hjá bandarísku lyfjafyrirtæki og glímir í einkalífinu við stórkostleg vandræði tengd fjárhagnum. Dag einn biðja eigendur fyrirtækisins, þau Elaine og Richard, hann um að skreppa til Mexíkó með kolólöglega efnaformúlu að marijúana-töflum sem þau vilja láta framleiða fyrir sig. Harold getur ekki neitað og gerir sér enga grein fyrir þeim lífshættu- legu vandræðum sem hann er u.þ.b. að fara að flækja sig í. Gringo er svört kómedía sem góðar líkur eru á að verði stórsmellur í kvikmyndahúsum enda toppfólk sem að henni stendur þótt flest þeirra hafi hingað til verið þekkt fyrir annað en gamanmyndir. Eftir að hinn seinheppni Harold er kominn á áfangastað ákveður mexíkóskur eiturlyfjakóngur, sem er afar ósáttur við að þau Elaine og Richard hafi hætt viðskiptum við hann, að ræna honum og nota hann til að þvinga þau aftur í viðskiptin. Vandamálið er að Elaine og Richard er nokk sama því þau ætluðu hvort sem er að segja Harold upp störfum þegar hann kæmi til baka og selja fyrirtækið ... Gringo Svört kómedía David Oyelowo leikur Harold sem lendir svo sannarlega á milli steins og sleggju í sendiferðinni til Mexíkó fyrir svikula vinnuveitendur sína. 110 mín Aðalhlutverk: David Oyelowo, Charlize Theron, Joel Edgerton, Sharlto Copley, Amanda Seyfried, Thandie Newton, Diego Cataño, Rodrigo Corea og Carlos Corona Leikstjórn: Nash Edgerton Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó, Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 16. mars Punktar .................................................... Fyrir utan þau David Oyelowo, Joel Edgerton og Charlize Theron eru þau Amanda Seyfried og suðurafríski leikarinn Sharlto Copley sögð fara á kostum í sínum hlutverkum í Gringo og sýna á sér nýjar hliðar. Auk þeirra fara svo mexíkósku leikararnir Diego Cataño, Rod- rigo Corea og Carlos Corona með stór hlutverk í myndinni og þykja afar fyndnir sem aðalmennirnir í mexíkóska eiturlyfjahringnum. l l Paris Jackson, dóttir Michaels Jackson og Debbie Rowe, leikur eitt aukahlutverkið í Gringo og er þetta frumraun hennar á leiklistarsviðinu. Charlize Theron leikur Elaine Markinson, en hún hefur sagt í viðtölum að Gringo sé frumlegasta mynd sem hún hefur leikið í og sú fyndnasta. Veistu svarið? Suðurafríski leikarinn Sharlto Copley hefur verið í uppáhaldi hjá mörgum allt frá því að hann skaust beint á toppinn í kvikmyndaheiminum þegar hann lék Wikus Van De Merwe í sinni fyrstu mynd, vís- indaskáldsögunni District 9. Hver leikstýrði henni? Gringo er önnur bíómyndin sem bræðurnir Joel og Nash Edgerton vinna saman við en Joel leikur hlutverk Richards Rusk og Nash leik- stýrir eins og hann gerði í fyrri myndinni, The Square árið 2008. Neill Blomkamp. Myndir mánaðarins 23