Myndir mánaðarins Mars 2018 tbl. 290 Bíóhluti | Page 22

Hostiles Spennumynd / Vestri
Hostiles
Hver er óvinurinn ?
Árið er 1892 og herdeildarforingjanum Joseph Blocker er fyrirskipað að fylgja dauðvona indíánaforingja og fjölskyldu hans frá Berringer-virki í Nýju-Mexíkó til heimaslóða þeirra í Montana . Þótt Joseph , sem hefur um margra ára skeið barist við bæði óvinveitta indíána og annan óþjóðalýð til verndar landnemum , sé meinilla við að taka verkefnið að sér neyðist hann til þess enda kemur skipunin beint frá forseta Bandaríkjanna .
Hostiles er þrumugóð spennumynd og vestri eftir leikstjórann Scott Cooper sem gerði m . a . myndirnar Black Mass , Out of the Furnace og Crazy Heart . Hinn frábæri leikari Christian Bale fer sem fyrr á kostum í sínu hlutverki en aðrir leikarar í myndinni hafa einnig hlotið toppdóma fyrir sína frammistöðu . Kvikmyndatakan þykir og einstök , svo og öll umgjörðin , sviðsmyndir , búningar og förðun .
Sagan í myndinni er síðan mun viðameiri en hér hefur verið lýst en segja má að framvindan í henni eigi fljótlega eftir að koma bæði persónum myndarinnar og áhorfendum hressilega á óvart ...

Hostiles Spennumynd / Vestri

134 mín
Aðalhlutverk : Christian Bale , Rosamund Pike , Wes Studi , Ben Foster , Stephen Lang , Rory Cochrane , Jesse Plemons , Timothée Chalamet og Jonathan Majors Leikstjórn : Scott Cooper Bíó : Smárabíó , Háskólabíó , Bíóhöllin Akranesi , Skjaldborgarbíó , Ísafjarðarbíó , Króksbíó , Borgarbíó Akureyri , Eyjabíó og Selfossbíó
Frumsýnd 16 . mars
Christian Bale leikur Joseph Blocker sem er meinilla við verkefnið sem hann fær en getur ekki óhlýðnast skipuninni sem kemur beint frá forsetanum á þessum tíma , Benjamin Harrison . Christian þykir frábær í hlutverki sínu eins og reyndar allir aðrir leikarar myndarinnar .
Punktar ....................................................
HHHHH - Entert . Weekly HHHH1 / 2 - Los Angeles Times HHHH1 / 2 - Chicago Sun-Times HHHH1 / 2 - ReelViews HHHH1 / 2 - Rolling Stone HHHH - Hollywood Reporter HHHH - Total Film HHHH - Empire HHHH - N . Y . Times HHHH - Time Out HHHH - W . S . Journal HHHH - Wrap
l Hostiles var tekin upp í réttri tímaröð en hið viðburðaríka ferðalag sem hópurinn leggur í er rúmlega þúsund kílómetra langt .
l Scott Cooper skrifaði handritið sjálfur eftir söguhugmyndum Donalds E . Stewart og voru öll aðalhlutverkin utan eitt skrifuð með þá leikara í huga sem leika þau . Eina hlutverkið sem ráðið var í eftir á var hlutverk Philippes sem Timothée Chalamet síðan hreppti .
Joseph ásamt mönnunum fjórum sem hann velur til að koma með sér , Thomasi , Philippe , Rudy og Henry en þeir eru leiknir af Rory Cochrane , Timothée Chalamet , Jesse Plemons og Jonathan Majors .
Veistu svarið ? Rosamund Pike leikur hér ekkjuna Rosalie sem verður fljótlega örlagavaldur í sögunni og er þetta í annað sinn á fjórum árum sem Rosamund leikur aðalhlutverk á móti leikara sem leikið hefur Batman . Hver er hinn og í hvað mynd léku þau saman ?
Wes Study leikur Cheyenne-indíánahöfðingjann Gula Hauk sem Joseph er falið að koma til sinna heima í Montana .
22 Myndir mánaðarins
Ben Affleck og myndin var Gone Girl .