Myndir mánaðarins Mars 2018 tbl. 290 Bíóhluti | Page 17

Andið eðlilega Allir eiga sér sögu Í bíómyndinni Andið eðlilega er sögum tveggja ólíkra kvenna fléttað saman, annars vegar hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og hins vegar ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vega- bréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum. Andið eðlilega er fyrsta mynd Ísoldar Uggadóttur í fullri lengd en hún á að baki fjórar stuttmyndir sem hafa borið hróður hennar víða um lönd og aflað fjölda verðlauna, þar á meðal tvennra Eddu- verðlauna fyrir myndirnar Njálsgata árið 2009 og Clean árið 2011, en áður hafði mynd hennar Góðir gestir verið valin til sýningar á Sundance-kvikmyndahátíðinni 2007. Meginþema í myndum Ísoldar hefur frá upphafi verið reynsluheim- ur kvenna þar sem lögð er áhersla á raunsanna frásögn af raunveru- legum aðstæðum og svo er einnig með söguna í Andið eðlilega. Við undirbúning á henni gerðist Ísold m.a. sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum þar sem hún komst hún í kynni við erlenda konu sem hafði leitað hælis á Íslandi og þurfti að glíma við margvíslega erfið- leika. Ísold hafði þegar hafið vinnu á sögu efnalítillar konu, Láru, sem reynir að draga fram lífið fyrir sjálfa sig og barnungan son, en fær tækifæri til betra lífs þegar henni býðst lærlingsstaða á Kefla- víkurflugvelli. Innblásin af sögu konunnar sem hún kynntist hjá Rauða krossinum ákvað Ísold að tengja saman sögur þessara kvenna. Inn í atburðarásina fléttast svo tengsl Láru við Eldar son sinn, sem sjálfur vill umfram allt veita kisunni sinni, Músa, öruggt skjól. Andið eðlilega Saga úr samtímanum 95 mín Aðalhlutverk: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Babetida Sadjo, Patrik Nökkvi Pétursson, Bragi Árnason, Sólveig Guðmundsdóttir, Jakob Jónsson, Sveinn Geirsson, Helga Vala Helgadóttir, Þorsteinn Bachmann, Guðbjörg Thoroddsen og Gunnar Jónsson. Leikstjórn: Ísold Uggadóttir Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 9. mars Kristín Þóra Haraldsdóttir og Patrik Nökkvi Pétursson sem mæðginin Lára og Eldar í verðlaunamynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega. Punktar .................................................... Andið eðlilega hefur hlotið frábæra dóma þeirra gagnrýnenda sem séð hafa hana á erlendum kvikmyndahátíðum, t.d. hjá kvik- myndatímaritinu Variety þar sem efnistök Ísoldar eru sögð minna á efnistök meistara Ken Loach og belgísku Dardenne-bræðranna. l Myndin var valin á hina virtu Sundance-kvikmyndahátíð, þar sem hún var verðlaunuð fyrir bestu leikstjórn í flokki alþjóðlegra mynda (World Cinema). Næst fór hún á Gautaborgarhátíðina þar sem hún hlaut Fipresci-verðlaun alþjóðlegra gagnrýnenda. Það tvennt undir- strikar hversu áhrifarík gæðamynd Andið eðlilega er. l Veistu svarið? Eins og kemur fram í kynningunni hér á síðunni er hælisleitandinn Adja frá Afríkuríkinu Gíneu-Bissá þar sem opinbera tungumálið er portúgalska. Langflestir landsmenn nota þó sín á milli sértækt afbrigði af portúgölsku. Hvað nefnist það afbrigði? Í hlutverki hælisleitandans Adju er Babetida Sadjo. Kriól. Myndir mánaðarins 17