Myndir mánaðarins Mars 2018 tbl. 290 Bíóhluti | Page 14

Red Sparrow Hverjum getur þú treyst? Dominika Egorova er ung kona sem er þröngvað til að ganga í gegnum þjálfun þar sem henni og öðrum ungum Rússum er hreinlega breytt í stórhættulega útsendara rússnesku leyni- þjónustunnar. Í því starfi kemur það sér vel fyrir Dominku að hún hefur einstaka hæfileika til að „sjá“ tilfinningar manna. Red Sparrow er byggð á frábærri verðlauna- og metsölunjósnasögu fyrrverandi CIA-mannsins Jasons Matthews sem var öllum hnútum kunn- ugur varðandi njósna- og gagnnjósnamál þegar hann ákvað að söðla um og gerast rithöfundur. Red Sparrow varð hans fyrsta bók og er hún í dag af mörgum talin ein besta njósnasaga allra tíma enda listilega skrifuð og af innsæi og reynslu manns sem gjörþekkir hinn flókna heim njósna. Þeim sem ekki hafa lesið bókina er enginn greiði gerður með því að útlista söguþráðinn enda langskemmtilegast að láta hann koma sér á óvart ... sem hann mun pottþétt gera! Red Sparrow Njósnatryllir 139 Jennifer Lawrence leikur hina seiðandi Dominiku Egorova sem er í raun stórhættulegur og þrautþjálfaður gagnnjósnari. mín Aðalhlutverk: Jennifer Lawrence, Joel Edgerton, Charlotte Rampling, Mary-Louise Parker, Ciarán Hinds, Matthias Schoenaerts, Jeremy Irons, Joely Richardson og Douglas Hodge Leikstjórn: Francis Lawrence Bíó: Smárabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Egilshöll og Keflavík, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó, Króksbíó, Borgarbíó Akureyri, Eyjabíó og Selfossbíó Frumsýnd 2. mars Punktar .................................................... Red Sparrow er í raun fyrsti hlutinn af þríleik og heita hinar tvær bækurnar Palace of Treason og The Kremlin’s Candidate. Það stendur auðvitað til að kvikmynda þær líka en sjálfsagt veltur það að stóru leyti á viðtökunum sem Red Sparrow á eftir að fá hjá kvikmynda- áhugafólki hvenær af því verður. l l Leikstjóri myndarinnar er Francis Lawrence en hann og Jennifer Law- rence ættu að vera orðin vel kunnug því þau unnu einnig saman við gerð Hunger Games-myndanna Catching Fire og Mockingjay 1 og 2. Veistu svarið? Leikkonan Charlotte Rampling, sem er orðin 72 ára og leikur stórt hlutverk í Red Sparrow, á að baki leik í mörgum þekktum myndum, þ. á m. afar sérstæðri vísindafantasíu Johns Boorman árið 1974 þar sem hún lék á móti Sean Connery. Hvað heitir sú mynd? Joel Edgerton leikur bandaríska leyniþjónustumanninn Nathaniel Nash sem flækist í vef Dominiku ... eða er það kannski öfugt? Zardoz. 14 Myndir mánaðarins