Myndir mánaðarins Mars 2018 tbl. 290 Bíóhluti | Page 12

Myndasyrpa – Bíófréttir
Tveir tryllar í apríl
Það er ekki hægt að fara alveg tryllalaus í gegnum tvo mánuði í röð og því verður boðið upp á a . m . k . tvo slíka í kvikmyndahúsunum í apríl , sem báðir eru meira en lítið áhugaverðir .
Fyrst skal nefna myndina A Quiet Place eftir leikarann og nú leikstjórann John Krasinski , en hún er gerð eftir handriti Bryans Woods og Scotts Beck sem árið 2016 fór í efsta sætið á lista bandarískra handritshöfunda , svokallaðan Tracking Boardlista , þar sem finna má þau handrit sem samtökin telja þau bestu hverju sinni og hafa ekki verið kvikmynduð . Sagt er að John hafi hrifist mjög af þessu handriti ( sem innihélt upphaflega bara eina línu af mæltu máli ), svo og eiginkona hans , leikkonan Emily Blunt , og ákváðu þau að taka sjálf að sér aðalhlutverkin eftir að John var ráðinn sem leikstjóri .
Myndin gerist í náinni framtíð þegar einhvers konar óvættir hafa náð jörðinni á sitt vald og útrýmt meirihluta mannkyns . Þeir sem eftir lifa eru í bráðri lífshættu og þurfa að gæta þess að gefa ekki frá sér nein hljóð því ef þau gera það þá ráðast þessi skrímsli á þau . En hvernig er hægt að lifa án þess að gefa nokkurn tíma frá sér hljóð ? Svar : Það er ekki hægt .
Frækilegt björgunarafrek
Þann 27 . júní árið 1976 var farþegaþotu Air France sem var á leið frá Tel Aviv til Parísar rænt með 248 farþegum innanborðs og skipuðu flugræningjarnir flugstjóranum að fljúga vélinni til Entebbe-flugvallar í Úganda . Þeir áttu síðan fljótlega eftir að sleppa þeim farþegum vélarinnar sem voru ekki ísraelskir ríkisborgarar en hótuðu að taka þá af lífi einn af öðrum ef ísraelska ríkisstjórnin gengi ekki að kröfum þeirra . Þær snerust að mestu um að ríkisstjórnin leysti úr haldi 40 palestínska fanga og að 13 öðrum sem voru í fangelsi í öðrum löndum yrði líka sleppt . Ljóst var frá upphafi að Idi Amin , hershöfðingi og forseti Úganda , studdi flugræningjana og þar með her landsins .
Í hönd fóru nokkrir spennandi dagar sem fengu allan heiminn til að standa á öndinni . Þann tíma notaði leyniþjónusta Ísraels til að skipuleggja björgunaraðgerð sem hefði allt eins getað farið úrskeiðis með hrikalegum afleiðingum . En aðgerðin sem var kölluð „ þrumufleygur “ heppnaðist nánast fullkomlega og hefur allar götur síðan verið talin eitt magnaðasta björgunarafrek sögunnar . Í apríl verður frumsýnd myndin 7 Days in Entebbe eftir José Padilha þar sem þessum atburðum eru gerð skýr skil og verður gaman að sjá hvernig til hefur tekist .
Seinni myndin heitir The Strangers : Prey at Night og er eftir Johannes Roberts sem sendi síðast frá sér hákarlatryllinn 47 Meters Down . Myndin segir frá fjögurra manna fjölskyldu sem er á ferðalagi og hefur fengið vilyrði frá ættingjum sínum um að gista eina nótt í hjólhýsi þeirra sem stendur á afskekktum stað . Það fyrsta sem þau taka eftir við komuna þangað er að einhver virðist búa nú þegar í hjólhýsinu þótt hann sé hvergi sýnilegur . Hjónin og börn þeirra tvö ákveða að sjá hvað verða vill en eftir að hafa hreiðrað um sig uppgötva þau – allt of seint auðvitað – að þau eru lent í sannkallaðri dauðagildru . Með aðalhlutverkin fara þau Christina Hendricks , Bailee Madison , Lewis Pullman og Emma Bellomy en sagan í myndinni , sem er eftir Bryan Bertino , er sögð sækja innblásturinn í sanna atburði . Við kynnum báðar þessar myndir betur í aprílblaðinu .
Síðasta tilnefnda myndin í bíó
Í apríl verður loksins frumsýnd hér á landi myndin Lady Bird , en hún er jafnframt síðasta myndin sem ratar í bíó af þeim níu sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins 2017 . Lady Bird þykir snilldarmynd í alla staði en fyrir utan tilnefninguna sem besta mynd ársins er hún einnig tilnefnd fyrir besta leik í aðal- og aukahlutverki kvenna , og fyrir handritið og leikstjórnina en höfundur handritsins og leikstjóri er Greta Gerwig . Kíkið endilega á stórskemmtilega stikluna .
12 Myndir mánaðarins